Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 293
293
alla þá einstaklinga, sem í öllum verulegum eigin-
legleikum eru eins, og skyldar tegundir sameinar
hann í kyn (genera); í nafninu er fyr sett almenn-
ara nafnið, kyns-nafnið, síðar tegundar-nafnið ; kött-
ur heitir t. d. á latínu „felis“; það orð táknar katt-
arkynið almennt; en nú má telja margar tegundir
undir kattakynið, og er þá tegundar-nafninu bætt
aptan við; húskötturinn heitir t. d. „felis domestica“,
tigrisdýrið (f. tigris), ljónið (f. leo), jagúar (f. onca) o. s.
frv. Svona löguðum vísindanöfnum halda menn enn
í dýrafræðinni og grasafræðinni; þau ganga eins og
rauður þráður gegn um vísindarit allra þjóða. f>essi
nafnagipt varð um leið grundvöllur fyrir allri niður-
röðun jurta og dýra ; menn vöndust nú fremur en
áður á, að taka eptir öllum skyldleika tegundanna,
til þess að geta gefið þeitn rétt nöfn og heimfært
þau undir rétt kyn. Linné færði saman mörg skyld
kyn í eina ætt (familia), ættirnar í hópa (ordines)
og hópana í flokka (classes). p*egar menn nú urðu
að reyna skarpleika sinn með því að færa saman
hið skylda undir kyn og tegundir, þá kom fyrst
fram spurningin um, hvað er tegund og hvernig er
hver tegund til orðin ? Linné svaraði á þessa leið:
„fað eru til jafnmargar sérstakar tegundir, eins og
hin óendanlega vera skapaði í fyrstu“ (Species tot
sunt diversæ, quot diversas formas ab initio creavit
infinitum ens). En þá var eptir að vita, hvað voru
tegundir, og hvað ekki voru tegundir ; náttúrufræð-
ingum gekk opt illa að verða ásáttir um þetta; sum-
ir álitu það góða og gilda tegund, sem aðrir töldu
lítilfjörleg afbrigði; Linné hélt þvi jafnvel fram sjálf-
ur, að ný tegund gæti myndazt eins og bastarður af
tveim skyldum tegundum.
Á 17. og 18. öld var það skoðun náttúrufræðinga,
að í fósturlífinu yrði engin nýmyndun; menn sögðu,