Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 294
294
að í dýra- og jurtaeggjum væri allir partar líkam-
ans frá upphafi mjög smáir og eins að lögun og eðli
eins og hjá fullorðna dýrinu eða plöntunni; þrosk-
unin væri að eins í því innifalin, að hinir einstöku
hlutar yxu smátt og smátt, unz þeir yrðu nógu stór-
ir, og að enginn hluti líkamans væri myndaður á
undan öðrum, en að allir væru jafnsnemma til orðn-
ir (præformations-theori). Caspar Wolff (1733—1794)
var hinn fyrsti, sem með rannsóknum sínum sýndi,
að þetta er misskilningur: hann sýndi, að fyrsta
tnyndun og þroskun sérhverrar lifandi veru er röð
af nýmyndunum ; í egginu er í fyrstu alls ekkert,
sem hefir sömu lögun og hið fullorðna dýr. Fóstr-
ið verður fyrir mörgum breytingum, og á hverju
stigi er lögun þess og samsetning öðru vísi en sein-
ast verður ; þar er eins og jafnlíðandi breyting og
fullkomnun frá hinu lægra og einfalda til hins full-
komna og samsetta. Eptir að sjónaukarnir urðu
betri á þessari öld, sannaðist þetta fullkoinlega.
Wolff rannsakaði jafnt dýr sem jurtir, og gerði
fjölda-margar uppgötvanir viðvíkjandi hinni fyrstu
myndun ; hann var langt á undan sinum tíma, og
kenningar hans höfðu því engin áhrif meðan hann
lifði. en nú eru þær grundvöllurinn undir þeirri þekk-
ingu, sem menn hafa i fósturfræði (embryologi).
Georg Cuvier (1769—1832) var einn af hinum á-
gætustu dýrafræðingum, er uppi hafa verið. Cuvier
var hinn fyrsti, er bar saman innri skapnað og beina-
lag dýranna. Linné hafði miðað skiptingu sína við
ytri eiginlegleika; Cuvier fór miklu dýpra; hann
skipti dýrunum i 4 aðalflokka : hryggdýr, liðdýr,
lindýr og geisladýr; hann sýndi, að hver af þessum
flokkum er, eptir skapnaði sínum, sérstök heild, og
i hverjum flokki er skapnaðurinn allur steyptur í
líku aðalmóti. Hryggdýrin hafa öll beinagrind, og