Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 297
297
hinar lægstu lifandi verur komu fyrst fram, en
fullkomnari tegundir komu í þeirra stað og jafn-
hliða þeim, eptir því sem aldir liðu. — Hinn síðasti
af hinum merkari náttúrufræðingum, sem hélt hlífi-
skildi yfir byltingakenningu Cuviers og skoðunum
hans um tegundirnar, var Louis Agassiz (1807—
1873); hann er frægastur fyrir rit sín um stein-
gjörva fiska og ígulker, og fyrir jöklarannsóknir í
Sviss.
Eins og fyr var getið, raðaði Linné jurtunum ept-
ir einu einstöku einkenni, eptir æxlunarfærunum; og
þótt þessi skipting væri handhæg, þá var hún ekki
samsvarandi eðli jurtanna. Sá, sem fyrstur raðaði
jurtunum eptir náttúrlegum skyldleika, var Antoine
Laurent de Jussieu (1748—1836); seinna hafa þeir
A. P. Decandolle (1778—1841) og Stephan Endlicher
(1804—1849) lagfært margt í skiptingunni, og hafa
tekið tillit til allra parta jurtarinnar, til innri bygg-
ingar og vaxtarins.
Á þessari öld hafa menn fundið miklu betri verk-
færi til rannsókna, og sjónaukarnir eru orðnir miklu
sterkari og fullkomnari en áður; þetta hefir haft
mjög mikil áhrif á framfarir líífræðinnar; því nú
geta menn rannsakað lifið á lægsta stigi, og i hin-
um minnstu myndum.— Árið 1838 fann Schleiden
fyrstur manna, að jurtirnar eru samsettar af örsmá-
um hólfum (sellum), og Schwan fann þessa sömu
frumparta í líkömum dýranna. Menn fóru nú með
mesta ákafa að rannsaka skapnað jurta og dýra með
sjónaukum, og komust fyrir margt, sem þeir höfðu
ekki haft hugmynd um áður. Schleiden kallar frum-
parta jurtanna „sellur“, af því að hann sá, að i plönt-
unum voru óteljandi hólt með veggjum á milli; en
þegar menn fóru að skoða þetta betur, þá sáu þeir,
að í hinum ungu hólfum er slím eða kvoða (proto-