Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 298
298
plasma). £>essi kvoða er eiginlega hið upprunalega,
svonafnið „hólf“ er ekki alls kostar vel valið; vegg-
irnir í hólfunum eru himnur, sem myndast utan um
lifkvoðukekkina. Hver lífkvoðukökkur er lifseining
fyrir sig; hinar lægstu lifandi verur eru ekkert ann-
að en einfaldar „sellur11 himnulausar, en æðri jurtir
og dýr eru sameining af óteljandi „sellum11; þar hef-
ir hver um sig sína mynd og sitt ætlunarverk, og
starfar og vinnur í sameiningu við allar hinar „sell-
urnar“ í líkamanum. Sérhvert æðra dýr er nokkurs
konar ríki með miljónum þegna; hver hefir sitt starf
og sitt afmarkaða verksvið; „sellurnar11 í taugakerf-
inu stjórna verknaði hinna, og við þær er sjálfs-
meðvitund og starf aðalheildarinnar bundið, en allar
þessar lífseiningar eru hver annari svo nátengdar,
að þær geta ekki hver án annarar verið. A hverj-
um degi fæðast og skapast í líkamanum slíkar lífs-
einingar svo þúsundum skiptir, en aðrar þúsundir
deyja; en aðalheildin helzt við, unz líkaminn deyr ;
þá er samvinnan búin, og frumefnin hverfa aptur
til hinnar líflausu náttúru. — Ef maður skoðar allt
dýraríkið eða grasaríkið í heild sinni, þá sést fljótt,
að frá hinu lægsta til hins hæsta er stöðug stig-
breyting hvað skapnaðinn snertir ; hún verður því
margbreyttari, sem ofar dregur, af því fleiri og fleiri
„sellur11 koma saman í félög og breyta mynd sinni
eptir ætlunarverki sínu og starfa i likamanum. Ein-
stakar „sellur11 eru því réttir einstaklingar; æðri dýr-
in eru stór félög af lífseiningum.
Nú hverfum vér aptur að þvi, sem fyr var frá
horfið, til skiptinganna í dýra- og grasafræðinni.
Linné og Cuvier héldu því fast fram, að tegundirn-
ar gætu engum verulegum breytingum tekið ; en
um aldamótin fóru ýmsir náttúrufræðingar að láta til
sin heyra, sem alis ekki voru ánægðir með þessa