Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 299
299
kenningu. Einn hinn fyrsti, sem kom fram með
ýmsar hugmyndir um breytingar tegundanna, var
Erasmus Darwin, afi hins nafnfræga Charles Dar-
win. Hann segir, 1794, að tegundirnar breytist
og nýjar myndist, af því að þær þurfi að venja
sig við ýmisleg lífsski'yrði1. Sá sem langflestar
rannsóknir gerði í þessa átt, var Jean Lamarck.
Lamarck var prestssonur úr Pícardí, fæddur 1744 ;
hann stundaði fyrst guðfræði, varð síðan foringi í
herliði Frakka, og barðist á móti f>jóðverjum í sjö-
-ára-stríðinu ; síðan fór hann til Parísar og fór að
stunda af alefli náttúruvísindi, einkum grasafræði.
1778 gaf hann út grasafræði Frakklands, frægabók;
síðan sneri hann sér fremur að dýrafræðinni; varð
háskólakennari i þeirri grein, og ritaði margt um
lægri dýr. Aðalrit Lamarcks er „Náttúrusaga hinna
beinlausu dýra“; hún kom út 1815—1822 (önnur út-
gáfa í 10 bindum 1835—1845); Lamarck hafði fyrst-
ur rannsakað mesta urmul af steingjörvum skeldýr-
um, og setti þau inn í fræðikerfið milli þeirra lifandi
dýra, sem þau voru skyldust. I.amarck varð blind-
ur seinni hlut æfi sinnar, og dó 1829. Árið 1809
gaf Lamarck út rit það, sem hefir gert hann fræg-
astan nú á tímum, þó það væri einskis metið, þegar
það kom út; rit þetta heitir: „Dýrafræðis-heim-
speki“ (philosophie zoologique); hugmyndirnar, sem
komu fram í riti þessu, stríddu mjög á móti kenn-
ingum Cuviers, og skoðunum annara náttúrufræð-
inga í þá daga, svo menn skildu það ekki og álitu
það einskis virði. í riti þessu neitar I.amarck því,
að tegundirnar séu óbreytilegar; þvert á móti segir
hann, að opt sé nærri ómögulegt í náttúrunni, að finna
fastan mismun á tegundunum ; afbrigðin séu svo
1) Zoonomia, or the laws of organic life. London 1794.