Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 300
300
mörg, að þau byggi samfasta brú á milli þess, sem
menn kalla tegundir; tamin dýrogjurtir segir hann
breytist undir höndum manna og myndi nýjar teg-
undir. Aðalkenning Lamarcks er þessi: tegundir,
kyn, ættir, og hópar eru ekki annað en mannasetn-
ingar, skiptingar-hugmyndir, sem menn hafa sett
sér til hægri verka. Ur afbrigðum einstaklinganna
myndast smátt og smátt tegundir ; lífsskilyrðin eru
mismunandi og hafa mismunandi áhrif á ýmsa ein-
staklinga, og koma þannig breytingum til leiðar. í
fyrstu komu hin lægstu dýr fram á jörðinni, síðast
hin fullkomnustu dýrin; byltingar urðu aldrei þær,
er eyddu öllu lífi á jörðunni ; nei! breyting jarðar-
innar og hinna lifandi hluta var stöðug og slitnaði
aldrei sundur. Lamarck segir enn fremur, að lík-
ing einstaklinga og tegunda sé bundin við erfðalög-
málið; hann segir, að breyting tegundanna hafi kom-
ið af því, að hin ytri náttúra hefir smátt og smátt
verið að breytast, og hefir svo haft áhrif á dýrin og
jurtirnar. Vaninn segir hann að hafi mjög mikið að
þýða, og það hafi haft mjög mikil áhrif á líkam-
ann og limina, hvort þeir voru notaðir eða ekki, og
hvernig notkunin var; Lamarck leggur allt of mikla
áherzlu á þetta, og dæmin, sem hann tilfærir, eru opt
ekki heppileg, enda vantar hér einn lið inn í, sem
Darwin seinna setti svo glögglega fram, nefnilega
þá framsókn og þær kynbætur, sem verða á dýrum
og jurtum af stríðinu og stritinu fyrir lifinu, þar
sem þeir einir lifa, sem hentugastir eru og sterk-
astir.
þ>egar Lamarck kom fram með þessar kenningar,
voru þær með öllu fjarstæðar hugsunarhætti flest-
allra annara náttúrufræðinga, svo það var ekki von,
að þær hefðu mikil áhrif; því verður heldur ekki
neitað, að sannanir þær, sem hann færði fyrir sínvr