Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 301
301
máli, voru fáar og margar hverjar á fremur veikum.
rökum byggðar; menn höfðu enn ekki til muna
hugsað um þetta, og rannsóknir, sem fóru í þessa
átt, voru enn sár-fáar; en á hinn bóginn höfðu
hinir fróðustu og frægustu náttúrufræðingar reynt
að leiða allar líkur að því, að tegundirnar væru ó-
breytilegar. Nokkru seinna kom þó fram annar
frakkneskur náttúrufræðingur, sem hélt fram sömu
skoðunum eins og Lamarck, eða likum ; hann hét
Geoffroy St. Hilaire (1771 —1844); hann byggði hug-
myndir sínar um breytingu tegundanna á líkum rök-
um eins og Lamarck, en hélt þó, að ytri kringum-
umstæður náttúrunnar hefði haft meiri áhrif; eink-
um hélt hann, að ásigkomulag gufuhvolfsins hefði
haft mikil bein áhrif til breytinga; hann sagði t. d.,
að skriðdýr hefðu getað breytztí fugla á fyrri tíma-
bilum jarðarinnar; við það, að kolasýran minnkaði í
andrúmsloptinu, en súrefnið jókst að sama skapi, þá
hefði blóðhiti dýranna orðið meiri, og við það vax-
ið tauga- og vöðvakrapturinn o. s. frv. þ>ó það sé
nú rétt, að þessar breytingar á loptinu geti haft
nokkur áhrif á dýr og jurtir, þá eru þær þó allt of
litlar til þess, að umhverfa öllum skapnaði dýranna
svo stórkostlega. Geoffroy St. Hilaire komst í mikl-
ar deilur við Cuvier út úr þessum kenningum, og
lenti þeim helzt saman í vísindafélaginu franska 1830.
‘Cuvier hafði, sem von var, sigur í þeim viðskiptum;
mótstöðumaður hans hafði ekki safnað sér nægileg-
um reynslu-rökum, en Cuvier var allra manna fróð-
astur og allir náttúrufræðingar aðrir voru á hans máli
frá byrjun, svo þeir létu ekki sannfærast af óljósum
hugmyndum, sem menn þekktu þá fáar sannanir
fyrir.
Líkar hugmyndir um uppruna tegundanna í heim-
spekilegum búningi komu einnig fram á f>ýzkaiandi