Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 303
303
máli, að hann var sannfærður um, að tegundirnar
hefðu breyzt og hver væri komin af annari ; hann
fylgdi með mestu athygli deilunni milli Geoffroy St.
Hilaire og Cuviers, og hin síðasta ritgjörð, er hann
samdi, var um þetta málefni. Rithöfundur nokkur
segir svo frá, að hann kom til Goethe í ágúst 1830,
og sagði honum tíðindi úr Parísarborg um stjórnar
byltinguna, sem þá var orðin ; en Goethe vildi ekki
heyra neitt um annað en deilu þeirra Cuviers í vís-
indafjelaginu franska, og taldi byltinguna í París al-
veg marklausa í samanburði við þetta andlega stríð
í vísindanna ríki.—Snemma á þessari öld komu marg-
ir þýzkir heimspekingar, t. d. Oken og Schelling,
með margar hugmyndir um framsókn lífsins á jörð-
unni, líkt og Goethe og Lamarck, en þótt skoðanir
þeirra sumar væru eigi fjarlægar sannleikanum, þá
hurfu þær alveg í heimspekilegum moðreyk, svo
náttúrufræðingar fældust frá að lesa rit þessara
manna, og töldu þau eintóma vitleysu og heila-
spuna.
Á Englandí rituðu ýmsir náttúrufræðingar á fyrra
helmingi þessarar aldar um uppruna tegundanna, og
þótt margt væri óljóst, þá voru þó ágætar athuga-
semdir innan um. Árið 1813 ritar W. C. IVells um
uppruna dýranna; segir hann, að öll dýr breytist og
að kynbætur hafi mikil áhrif á skapnað og útlit ali-
dýranna; hann getur þess einnig, að svertingjar og
múlattar sýkist aldrei af ýmsum sjúkdómum, sem al-
tíðir eru í heitu löndunum. Hann segir enn fremur:
eins og mennirnir geta breytt alidýrunum með kyn-
bótum, eins breytir náttúran kynflokkunum, þó það
gangi ekki eins fljótt, og gerir þá hæfa til að lifa í
þeim héruðum, sem þeir eru settir í. Meðal þeirra
manna, sem búa í óhollu loptslagi í heitu löndunum,
fæðast eflaust nokkrir, sem betur þola loptslagið en