Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 304
304
aðrir; af þessu leiðir ósjálfrátt, að þeim fjölgar smátt
og smátt, sem vel þola loptslagið, því þeir lifa og
geta af sér afkvæmi, en hinir deyja snemma. Nú
heldur Wells, að dökkieitt hörund sé nauðsynlegt
til þess að þola óhollustu heitu landanna, og að hör-
und manna hafi þar smátt og smátt orðið dekkra,
eptir því sem stundir liðu fram, af því þeir lifðu og
voru heilbrigðari, sem dekkri voru; það er náttúru-
-nauðsyn, sem þannig framleiðir breytingar, af þvi
þær eru hagfeldar fyrir hlutaðeigandi. Wells notar
þessa kenningu að eins til þess, að sanna breytingar
mannflokkanna. J>etta er, eins og vér seinna mun-
um sjá, aðaikjarninn i kenningu Darwins, en Dar-
win lætur hana gripa yfir dýr og jurtir allar, sem
á jörðunni eru. Likar skoðanir um breytingar jurta
og dýra höfðu þeir IV. Herbert, P. Mattew o. fl.
Árið 1844 kom út nafnlaus bók : „Vestiges of Crea-
tion“, og í henni er því haldið fram, að í dýr og jurt-
ir hafi i byrjun verið lögð hvöt til breytinga og full-
komnunar, og þannig hafi þau hafizt stig af stigi til
hinna hæstu mynda, og hafi svo smátt og smátt
komizt í samræmi við náttúruna i kring. Hinn mikli
enski heimspekingur Herbert Spencer gafútrit 1852,
og talar þar um framsókn lífsins á jörðunni og fær-
ir mörg rök fyrir máli sinu, t. d. að alidýrin breyt-
ast og fullkomnast við kynbæturfað illt sé að finna
fasta eiginlegleika, er skilja tegundirnar sundur;
hann talar og um breytingar og fullkomnun dýranna
i fósturlífinu, og eins sjáist alstaðar í náttúrunni hægt
liðandi stigbreyting frá hinu lægsta til hins hæsta.
J>ó nú allir þessir vísindamenn, sem hér hafa verið
nefndir, rituðu um breytingu og fullkomnun tegund-
anna, þá hélt þó allur þorri náttúrufræðinganna fast
við hina gömlu kenningu Cuviers um stöðugleika
tegundanna; má heita, að sú kenning haggaðist