Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 306
306
Shrewsbury veð Severnfljótið á Engflandi. Árið 1825
fór hann til háskólans í Edinborg’, og tveim árum
síðar til Cambridge. 1831 fór Darwin á stað með
herskipinu ,,Beagle“ kringum jörðina, og var á þeirri
ferð í 5 ár; á þessari ferð lagði hann grundvöllinn
til hinna miklu rannsókna, er hann síðar gerði.
Litlu eptir að hann kom heim, giptist hann og sett-
ist að á búgarði sínum við Down í Kent, og bjó þar
til dauðadags, iq. apríl 1882. Darwin eignaðist 3
syni og 2 dætur ; synir hans eru náttúrufræðingar,
og er einn þeirra meðal hinna fremstu stærð- og
eðlisfræðinga á Englandi. Darwin hefir skrifað fjölda
rita, og eru þau öll samin með hinni mestu snild;
hvort heldur þau eru um jarðfræði, dýrafræði eða
grasafræði, þá eru þau öll jafn framúrskarandi; iðni
hans var frábær, athuganirnar nákvæmar og skarp-
ar, hugvitið stórkostlegt. Aldrei kemur Darwin
fram með neina hugmynd, án þess að færa fyrir
henni óteljandi rök, sem hann hefir safnað saman
úr öllum áttum; hver sá, sem les rit hans, getur
ekki annað en undrazt, hvernig nokkur maður skyldi
geta afkastað slíku. Eg ætla hér að nefna hin
he'ztu ritstörf Darwins, af því eg imynda mér, að
fáir af lesöndum Tímaritsins þekki þau. fegar Dar-
win kom heim af ferðalaginu, reit hann ferðabók1,
sem þykir prýðilega samin og fyrirmynd slíkra bóka;
um sama leyti gaf stjórnin út stórt vísindalegt verk
í mörgum bindum, um árangur ferðarinnar; þar lýstu
ýmsir frægir náttúrufræðingar hinu einstaka, er Dar-
win hafði safnað, en alstaðar bætti hann sjálfur við
athugasemdum og skýringum um ýmsar greinir nátt-
úruvísindanna2. Á ferð sinni gerði Darwin miklar
1) Voyage of a naturalist roand. the world. 1845.
2) Zoology of the voyage of H. M. ship Beagle. 5 bindi.
1840—43.