Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 307
307
rannsóknir í jarðfræði, og hefir samið margar stórar
ritgjörðir um jarðfræði Suður-Ameríku og bætt miklu
við þekkingu manna i þeirri grein. í riti sínu um
kóralrifin1 kom Darwin fyrstur manna með sennilega
hugmynd um myndun þeirra; áður höfðu menn alls
ekki getað gert sér grein fyrir þessu. Margar smá-
eyjar í suðurhöfum eru ekkert annað en kóralla-
smíði, hringmyndaðar, með lóni í miðjunni; sumstaðar
eru kórallalrif fram með ströndunum á stærri löndum.
Kóralladýrin vaxa hvert ofan á öðru, og eru ein-
staklingarnir samfastir; safna þeir saman kalki úr
sjónum og gera úr því skeljar sínar; myndast þann-
ig smátt og smátt þykk kalklög á mararbotni. Kór-
alladýrin geta að eins lifað á 20—30 faðma dýpi, en
þó eru kórallarifin snarbrött að utan og mörg hundr-
uð fet á hæð. þ>etta gátu menn ekki skilið fyr en
Darwin kom með þá tilgátu, að sjávarbotninn, þar
sem kórallarnir lifa, væri allt af að síga, og færði
rök fyrir því. J>ar sem einhver eldfjalla-eyja stend-
ur upp úr hafinu, setjast kóralladýrin að nálægt
ströndinni, þar sem grunnt er, og er þá fyrst ekki
nema mjór áll milli rifs og strandar; síðan sígur
landið og állinn breikkar, en rifið helzt á sömu hæð,
þótt botninn sígi, af því að kóralladýrin byggja upp
á við, sökum þess að þau verða að vera nálægt yfir-
borðinu til þess að geta lifað; neðri dýrin deyja, en
skel þeirra verður eptir, og er sá grundvöllur, sem
eptirkomendurnir byggja á. Loks er landið sigið
svo, að það er horfið, en þá er kórallahringurinn
eptir, og lón í miðjunni. Brimið skellur yfir rifið
og ber stóra kóralla-kletta upp á það og inn fyrir
1) On the nature and distribution of coral-reefs. London
1843.
20’