Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 308
30á
það ; þannig breikkar og hækkar baugurinn; síðan
flytjast þangað fræ og ávextir rneð straumum, og
eyjan verður byggileg fyrir menn. þ>etta var kenn-
ing Darwins um kórallarifin; og þó hún, ef til vill,
eigi ekki alstaðar við, þá fékkst þó með þessu riti
mikil framför i þekkingu manna á kórallarifunum.
Hið seinasta rit, sem Darwin gaf út, var jarðfræði-
legs efnis og þó um leið dýrafræðislegt; rit þetta
er um gróðrarmoldina og hvernig hún sé til orðin1.
Fyrstu ritgjörð sína um þetta efni skrifaði Darwin
1837, °S a^s fékkst hann við rannsóknir þar að lút-
andi i 45 ár. Darwin sýndi og sannaði fyrstur
manna, að ánumaðkarnir eiga mikinn þátt í mynd-
un moldarinnar og frjóvsemi hennar. Ánumaðkar
eru helzt á ferð á nóttunni og forðast mikla birtu ;
helzt haida þeir til i feitum og rökurn moldarjarð-
vegi í túnum og ökrum; þegar þurrt er i veðri,
smjúga þeir niður til þess að leita að raka, og á
vetrum draga þeir sig niður í jörðina undan frostinu.
Ánumaðkar eru alætur, og eta jafnvel hverjir aðra,
ef svo ber undir; smáblöð ogjurtir draga þeir niður
í hoiur sinar, eta sumt, en hylja sig með sumu, svo
ofmikill kuldi komist ekki að þeim. f>egar jarðveg-
urinn er laus og gljúpur, smjúga þeir eins og fleyg-
ur gegnum moldina ; en ef moldin er þétt, eta þeir
sig gegn um hana ; fer hún alveg gegnum garna-
gang dýrsins, og myndast af því smágerðir moldar-
hringir. Moldin, sem fer í gegn um maðkinn, tek-
ur á móti fitukenndum efnum, verður smágjörvari
og frjórri; maðkarnir hafa því stórkostlega þýðingu
fyrir ummyndun moldarinnar. Darwin gerði ótal
rannsóknir til þess að sýna, hvernig þettayrði; með
1) The iormation of vegetable mould through the aetion of
worms. London 1881.