Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 310
310
sóknum margar merkilegar bækur. Darwin komst
með tilraunum sinum að þeirri niðurstöðu, að jurt-
irnar fylgdu sama lögmáli í þessu eins og dýrin, þó
þær séu tvíkynjaðar; jurt frjóvgar aldrei sjálfa sig
nema til skaða fyrir afkvæmið, og í náttúrunni er
séð fyrir því, að jurtirnar geti náð saman, þótt fjar-
lægar séu, og frjóvgað hvor aðra, og er þessu öllu opt
svo undra fagurlega fyrir komið, að enginn mundi
trúa, sem eigi vissi. Allir, sem hafa augun opin,
geta eigi annað en undrazt fegurð blómanna og
glatt sig yfir angan þeirra og litskrauti. Ætli nú
blómin séu svo fagurlega sköpuð eingöngu í því
skyni, að gleðja oss ? Nei! hér er, eins og annar-
staðar í náttúrunni, einhver nytsemi bundin við hvern
hlut. f>ýzkur grasafræðingur, Chr. K. Sprengel, sá
fyrstur manna, að nákvæmt samband er á milli blóma
og skorkvikinda. Hunangskirtlar og hin sæta lykt
blómanna dregur skorkvikindin að þeim ; þau leita
sér þar næringar, en bera aptur blómduptið frá
einni jurt til annarar og frjóvga þær. þegar blóm-
in eru fagurlega lit, taka skorkvikindin betur eptir
þeim, en þau frjóvgast bezt og geta af sér flest af-
kvæmi, sem flest skordýr koma til. Aptur á móti
her vindurinn sumstaðar duptið á milli ; þar eru
blómin ósjáleg, af því þau þurfa ekki litanna með.
Árið 1862 gaf Darwin út bók um brönugrös og
tímgun þeirra1. Brönugrös vaxa um allan heim, og
þó mest i heitu löndunum, t. d. í frumskógunum í
Suður-Ameriku; blóm þeirra eru eink.ar-skrautleg,
opt undarlega löguð og ólík öllum öðrum blómum.
Með því að rannsaka fjölda mörg brönugrös, komst
Darwin að þeirri niðurstöðu, að brönugrösin frjóvga
1) On the various contrivances by which british and foreign
orchids are fertilized. London 18651.