Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 312
312
vökva ; blaðið sleppir ekki kvikindunum, ogf vökv-
inn fer nú smátt og smátt að leysa þau sundur, og
næringarefnin síast inn í jurtina. Darwin fann, að
vökvi þessi er mjög líkt samsettur og magavökvi
dýranna, og geta plönturnar því melt bæði skordýr,
smáa kjötbita og fleiri köfnunarefnis-sambönd. Lyfja-
grasið (Pingvicula), sem er svo algengt á íslandi, lif-
ir líka á smádýrum; blöðin eru gulleit og limkennd
og liggja með jörðinni ; þau vefjast saman utan um
flugur og önnur skorkvikindi, og leysa þau í sundur.
Darwin hefir einnig ritað tvær bækur um hreyf-
ingar jurtanna1, og eins um það, hvernig stönglar
sumra jurta geta snúizt utan um aðrar jurtir, klifrað
upp eptir múrum o. s. frv. Gat hann, með því að
rannsaka innri byggingu stönglanna og með tilraun-
um, komizt að orsökunum; hann sýndi og, að hreyf-
ingar jurtanna eru miklu tíðari en menn höfðu áður
ætlað.
Árið 1872 gaf Darwin út mjög merkilegt rit um
geðshræringar manna og dýra2; skýrir hann þarfrá
því, hvernig útlit líkamans, limaburður og hreyfing-
ar breytast við geðshræringar, og skýrir frá orsök-
um þess ; hann sýnir og hið nána samband, sem er
milli ýmsra hluta taugakerfisins, þannig, að áhrif á
einhvern part þess koma til leiðar hreyfingum í öðr-
um fjarlægum og óskyldum pörtum líkamans. Rit
þetta er svo margbrotið, að eigi er hægt í stuttu
máli að skýra frá aðal-inntaki þess, og sleppi eg því
að sinni. Darwin hefir og ritað ýmsar fleiri ritgjörð-
ir um lík efni, t. d. um vöknun og þroskun sálar-
kraptanna hjá ungbörnum o. s. frv.
1) The movements and habits of climbingplants. 2. Ed. Lon-
don 1875, og The power of movements in plants. London 1880.
2) The expression of the emotions in man and animals. Lon-
don 1872.