Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 313
313
pegar Darwin á ferð sinni kom til Suður-Ame-
riku, og fór að rannsaka jarðfræðina og hinar miklu
dýraleifar, sem þar finnast i jörðu, vöknuðu fyrst
hjá honum hugmyndir um uppruna tegundanna, er
hann sá samræmið milli þeirra dýra, sem dáin voru,
og hinna, sem lifðu. Náttúran á Galapagoseyjunum
fyrir utan vesturströnd Suður-Ameríku hafði og hin
sömu áhrif á Darwin. Eyjar þessar eru eldbrunnar,
langt frá landi og margar í þyrpingu; þó er dýra- og
jurtalíf á hverri einni fyrir sig mjög einkennilegt og
ólíkt því, sem er á hinum eyjunum. pa.r vaxa fjölda-
margar jurtir, sem hvergi eru annarsstaðar til. Á
Jamesey fann Darwin t. d. 71 jurtategund; 33 af
þessum tegundum vaxa líka annarsstaðar á jörðunni,
30 tegundir hvergi í heimi, nema á þessari einu
ey, en að eins 8 á öllum eyjunum, en hvergi annars-
staðar. í þessu gat Darwin ekki skilið, eða komið því
heim við það, sem lærðir menn kenndu í þá daga,
og fór því að hugsa um náttúrlegar orsakir þess.
pegar Darwin kom heim, fór þetta smátt og
smátt að skýrast fyrir honum, og eptir því, sem
hann rannsakaði betur, þvi betur sannfærðist hann
um breytingar tegundanna. Rannsóknum sínum
hélt hann stöðugt áfram, en ritaði ekki neitt um á-
rangurinn fyr en 1858, sem fyr var getið. Bók Dar-
wins um uppruna tegundanna1 hefir haft stórkostleg
áhrif á stefnu náttúruvísindanna ; jafnvel þeir, sem
mótfallnir voru kenningu Darwins, urðu að játa, að
hann hefir gefið tilefni til óteljandi nytsamra rann-
sókna, sem menn áður eigi höfðu hugsað um. Ár-
ið 1872 voru komnar út af þessari bók 6 enskar út-
gáfur, og margar í Ameríku, 5 þýzkar útgáfur, 2
frakkneskar, 2 rússneskar, 1 hollenzk og 1 ítölsk,
1) Ou the origin of species by means of natural selection.
London 1859.