Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 314
314
og síðan hafa enn fleiri bæzt við. í bók sinni um
uppruna tegundanna hafði Darwin að eins gefið
yfirlit yfir rannsóknir sínar í þessa átt, en seinna
kom út annað rit í 2 bindum, nokkurs konar viðbæt-
ir við hitt, og er þar safnað saman í eina heild öll-
um athugunum þeim og tilraunum, sem Darwin
hafði gert til þess að komast að breytingum alidýra
og ræktaðra jurta1. Arið 1871 gaf Darwin út enn
eitt rit í sömu stefnu, og talar þar um breytingar
mannflokkanna, og færir rök fyrir því, að mennirn-
ir hafi verið sömu breytingarlögum háðir sem aðrar
lifandi verur, og líklega sé mannkynið á lægsta stigi
upprunalega komið fram við breytingar á einhverju
spendýri, líku öpum þeim, sem nú eru í heitu lönd-
unum. Hvort sem menn nú vilja fallast á ályktanir
Darwins í þessu efni eða ekki, þá verður því þó
ekki neitað, að í bók þessari er alls konar merki-
legur fróðleikur saman safnaður2. Helmingurinn af
þessu riti er um annað efni; færir Darwin þar fram
ótal dæmi úr öllu dýraríkinu, til þess að sýna mis-
mun þann, sem opt er á útliti kvenndýra og karl-
dýra, og reynir að komast fyrir orsakir til þessa
mismunar ; jafnframt sýnir hann, hvernig ástarhvat-
irnar og úrval það, sem af þeim leiðir, getur haft
stórkostleg áhrif á breytingar tegundanna.
Á íslandi hefir sára-litið verið ritað um Darwin
og kenningu hans; og þó allir þekki nafn Darwins>
þá munu þeir þó vera fremur fáir hér á landi, sem
hafa glöggt yfirlit yfir kenningar hans ; það eru
jafnvel margir lærðir og leikir, sem opt nefna „Dar-
wins-theorí“, og þykjast vera færir um að dæma,
1) The variation of animals and plants under domestication.
London 1868.
íá) The desceut of man and selection in relation to sex.
London 1871.