Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 316
Smávegis
a.
Um stuðla setning og höfuðstafs í íslenzku.
er kunnugra en frá þurfi að segja, að til þess að
1 íslenzkt kvæði geti heitið kvæði,þarf það að hafa höfuð-
stafi og stuðla. þessir stafir gefa kvæðinu óvanalegan
krapt og hljóðfallanda, og miða að því, að láta þau orð,
sem eru atriðisorð, heyrast betur en önnur. Jeg vil ekki
fara hjer út í það mál, að rannsaka, hvort þessa stuðla-
setningu megi rjettlæta alstaðar og hvernig sem á stendur,
hvort hún hindri ekki opt og einatt skáldsins óbundnu
andagipt og valdi því, að stundum sje ekki margt það í
vísu skáldsins, sem nokkur eiginleg áherzla fellur á.
Mjer sýnist að minnsta kosti svo, sem í mjög fáum kvæð-
um, sem rjett eru ort, lýsi sjer jafnmikill kraptur í hugs-
unum og tilfinningum, eins og sá er birtist oss í íslenzk-
um þjóðkvæðum (»fornkvæðum«), þar sem stuðlasetning
er engin, eða að minnsta kosti mjög reglulaus, og að það
megi láta skáldið sjálft vera alveg sjálfrátt og einrátt um,
að hafa stuðlasetning þar sem honum þurfa þykir, og
sleppa henni, þar sem hún lamar hans frjálsa ímyndun-
arflug, alveg eins og honum er í sjálfs vald sett, að haga
hendingum og annari bragprýði eptir eigin vild.
Línur þær, sem hjer fara á eptir, eru byggðar á því,
að er jeg var að þýða íslenzk kvæði, var mjer opt bent á
ranga stuðlasetning og hún löstuð afdráttarlaust; enenginn
kunni mjer neina fasta reglu að segja, sem jeg hefði get-
að farið eptir.
Mjer var jafnaðarlega svarað svo, að það væri tilfinn-