Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 317
317
ingin, sern rjeði mestu. Jeg hefi nú í þrjú ár hugleitt
þetta tilfinningarmál öðru hverju og teiknað upp hjá mjer
stuðlasetning í ýmsum brögum, og jeg held það sannast
að segja, að hjer út af megi leiða ákveðnar reglur. Jeg
vil taka hjer eptirfylgjandi sýnishorn til dæmis :
(Famia skautar faldi háum fjallið allra hæða val).
í töktum þeim, sem hjer eru, heimtar söngáherzlan, eins
og í hverju polkalagi, að hin fyrsta fjórðungsnóta í hverj-
um takti hafi sterka áherzlu, en hin þriðja veikari; önn-
ur og fjórða eru áherzlulausar. I vísuorðunum, sem und-
ir eru skrifuð, er hin sama áherzla. En þetta er ekki
tilviljun tóm, heldur föst regla, og hvin er þessi: i vlsu-
orðurn, sem hafa 2—5 áherzlusamstöfur, hefir jafnan hin
fyrsta, þriðja og fimmta sterkari áherzlu en önnur og sú
fjórða; vísuorð með sex eða fleiri áherzlusamstöfum er
farið með sem tvö vísuorð, hvert með þremur eða fleirum
slíkum samstöfum. Samkvæmt þessu lögmáli, og eins
hinu, að höfuðstafurinn stendur ætíð í upphafi hinnar
fyrstu áherzlusamstöfu, held jeg að jeg geti gefið þessar
reglur:
1., verða báðir stuðlarnir annaðhvort að standa fremst
í sterkum áherzlusamstöfum, eða 1 sterkri og veikri; þar
á móti mega þeir ekki standa báðir fremst í þeim veiku
að eins. I dæmi því, sem jeg tók, væri rangt að segja :
Skautar fanna háum faldi fjallið o. s. frv. Rangt er og í
Skúlaskeiði dr. Grírns Thomsens,sem jeg hefi þýtt á þýzku,
t. a. m. þetta :
En—þótt miðlað væri mörum engu
móðurinn þó o. s. frv.
Rjett væri aptur á móti:
En—þótt væri miðlað mörum engu
móðurinn þó o. s. frv.