Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 318
318
2. Stuðlunum verður að vera skipað jafnlega (symme-
triskt) niður, það er að skilja: þeir mega ekki standa of
fjarri hver öðrum og ekki of langt frá höfuðstafnum, allt
eptir því, hvað langt vísuorðið er; milli stuðlanna mega
jafnaðarlega ekki standa fleiri en ein áherzlusamstafa. í
sama dæminu væri það þannig rangt að segja: Fanna
faldi háum skautar, fjallið o. s. frv. eða: Fanna skautar
háum faldi, fjallið o. s. frv. f>ví er og miður rjett í áð-
urnefndu kvæði Gríms þetta :
Strauk hann Sörla um brjóst og stinnan makka
stje á bak og svo á klárinn yrti.
Betra mundi vera t. a. m. :
Um brjóst hann Sörla strauk og stinnan makka
stje á bak o. s. frv.
I þeim þýðingum, sem jeg hef hingað til látið prenta,
hefi jeg enn þá ekki getað fylgt þessu lögmáli; þó mun
jeg reyna að fylgja því hjer eptir—ef jeg annars hef rjett
fyrirmjer. Að minnsta kosti mætti jeg ef til vill halda,
að jeg með þessum línum vekti aðra til athugunar um
þetta mál, sem kynnu að geta gefið nákvæmari og fyllri
reglur.
. ícfvKV itecz.
b.
Munnmæii um Lopt ríka Guttormsson,
Sjera Bggert 0. Brím hefir ritað alllangt mál um æfi Lopts
ríka Guttormssonar og kynsmanna hans, í 4. árg. rits þessa,
97.—138. bls. A 99.—100 bls. getur hann þess, er BjörnJóns-
son á Skarðsá og síðari rithöfundar segja eptir honum um
dauða Lopts, með hverjum hætti hann hafi að borið. Enbæði
er það, að hvorki greina þeir frá því, hvað valdið hafi dauða-
meini hans, nje heldur hvar hann hafi dáið, og svo er saga
þeirra öll óljósari en sú, sem gengið hefir í munnmælum í
Eyjafirði um langan aldur. En þó að munnmælasagan þyki ef
til vill ekki sem sennilegust í öllum greinum, þá er hún þó svo