Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 319
319
fögur og minnir & svo margar aðrar áþekkar sagnir, eldri og
yngri, að hún sýnist verð þess, að henni sje haldið á lopti.
Loptur var manna auðugastur á sinni tíð, og átti bú á
Möðruvöllum bæði mikið og gott. Hafði hann margt
manna á heimili sínu og mikið um sig, enda þurfti til
margs að afla. Sjálfur fór hann endur og sinnum skreið-
arferðir suður á land með mönnum sínum og til annara
erinda, því að víða átti hann ítök og eignir. Var þá far-
inn Eyfirðingavegur eða Vatnahjallavegur upp úr Eyja-
fjarðardal vestanverðum sunnan við Hafrárgil. Lá leið
hans þá fyrir ofan garð að Tjörnum, þar sem Kristín
Oddsdóttir, vinkona hans, bjó með Höskuldi manni sínum.
Var hann þá vanur að ríða heim, hvort sem hann fór
suður eða norður um, og sat löngum á tali við Kristínu,
en manni hennar þótti slíkt við of og mátti ekki ráða bót
á þessu fyrir ríki Lopts og vilja konu sinnar. Einu sinni
sem optar var Lopts von að sunnan; það var snemma á
túnaslætti. Einn morgun árla voru karlar að verki að
Tjörnum; sjá þeir þá lest mikla fara ofan í dalinn og
þykjast vita, að það muni vera þeir Möðruvellingar.
Kemur þá Höskuldi til hugar, að leika á konu sína og
»lauua henni svo lambið gráa«. Gengur hann þegar inn
og að hvílunni, þar sem kona hans svaf, og vekur hana.
Spyr hún hann þá, hvað um sje að vera, hvort Loptur
væri sunnan kominn. »Hann er nú riðinn um garð með
sveinum sínum og sendi þjer enga kveðju«, svarar Hösk-
uldur. En er hún heyrði þessa harmasögu, hnje hún apt-
ur í sænginni og var örend. Litlu síðar kemur Loptur
og vill hitta Kristínu; en er hann frjetti tíðindi þau, er
orðin voru, hjelt hann leiðar sinnar; fjekk allt þetta hon-
um svo mikils, að hann komst eigi nema út yfir Núpu-
fellsá; þar varð hann að stíga af hestinum og báru svein-
ar hans hann dauðvona heim á leið til Möðruvalla, en
komust eigi lengra en í Fjósakot; þar andaðist hann sam-
dægurs.
Munnmælasögunni ber að mestu leyti saman við þær sagnir,
er rithöfundar frá fyrri timum hafa stuðzt við, eptir því sem
ráða má af orðum þeirra; þó hafa þeir að öllum líkindum ekki
þekt afdrif Kristínar, því að þess er hvergi getið, hvernig hún
hafi dáið. Aptur hefir Björn á Skarðsá haft einhverjar óljós-
ar sagnir um það. að Loptur hafi dáið i slæmu koti, sem ef-