Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 320
320
laust er sama kotið sem munnmælin segja að hafi verið; er
það hjáleiga frá Möðruvöilum milli og Núpufellsár, og liggja
túnin saman. Af orðum Jóns Gissurarsonar, þar sem hann
segir, að vísur Lopts um Kristínu hafi fundizt á honum dauð-
um í treyjuermi hans, má ráða, að orðið hafi heldur snöggt
um hann og hafi liann eigi ar.dazt á sóttarsæng, því að ella
myndi hann eigi hafa komizt svo að orði. Ber því ailar sagn-
ir, eldri og yngri, að sama brunni, þó þannig, að munnmælin
segja glöggast frá öllum atvikum, sem að líkindum lætur, er
þau hafa geymzt hjá niðjum Lopts í sömu sveitinni, sem at-
burðir þessir gerðust, en hinar eldri sagnir eru komnar frá
mönnum, sem áttu heima á öðrum iandshornum. í einu at-
riði ber munnmælasögunni eigi saman við sumar ættartölur
(sbr. ritgjörð E. Ó. B. 99. bls. neðanmáls), er segja, að þau
Kristin og Höskuldur hafi búið að Ulfá í Eyjafjarðardal, suður
og yfir gegnt Tjörnum. J>ó vilja sumir halda, að þau hafi bú-
ið þar og hafi maður Kristínar heitið Magnús; en þá er lík-
lega farið nafnayillt, því að á Ulfá bjó löngu síðar maður, sem
Magnús hjet og eru sögur sagðar af honum. Mjer er þvi næst
að halda, að munnælin hafi hjer á rjettu að standa, því að Ulfá
hefir jafnan verið lítil jörð í samanburði við Tjarnir, en bæði
þau hjón hafa verið vel efnuð, þegar þau reistu bú. Vegur
suðurferðamanna hefir heldur aldrei legið um Eyjafjarðardal,
þeim megin, er Ulfá stendur, svo iangt sem menn muna og
sögur fara af, heldur ávallt Tjarna megin; þar eru ágætir hesta-
hagar, en hinu megin engir. Á Tjarnadal eru og ýms örnefni,
er stafa af suðurferðum. 1 skál þeirri, sem er neðst í fjailinu
gegnt því, er vegurinn liggur upp á fjöllin, og kölluð er Sel-
skál, áðu suðurferðamenn opt hestum sínurn, og þar lá Björn
í Lundi 1 dag eða 2 í hvert skipti sem hann fór þar um, enda
kallaði hann skálina „þá jarðnesku paradis“. Heimar á daln-
um eru sljettir bakkar með ánni, er kallaðir eru Tjaldbakki
einu nafni, og fyrir utan og ofan bæinn að Tjörnum er kall-
aður Tjaldhóll; á grund þeirri, sem þar er undir, slógu suður-
ferðamenn opt tjöldum sínum.
Munnmæli þessi sagði mjer fremur öðrum faðir minnj Páll
Steinsson, en honum aptur einna helzt mððir hans, Rósa Jóns-
dóttir, er var fróðleikskon a mikilásögur og önnur alþýðleg fræði.
S’áíwi e?d -íb|0H.
——ib—S2J—r