Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 2
2
ekki einir þekkt og kunnað goðasögurnar, kunnað
kenningarnar og vitað, hvernig á þeim stóð; svo
mun og fjöldi manna hafa kunnað kvæði skáldanna
og vísur, líkt og menn kunna kvæði og vísur, og
enda rímur, nú á dögum, eða hafa kunnað allt til
þessa, og var í þessu allmikill fróðleikur fólginn.
Kvæðin voru fram flutt á þingum og samkomum til
skemmtunar mönnum, og hafa við það feszt í minni
manna. Menn hafa skilið kvæðin að miklu leyti, og
getað áttað sig á samsetning vísnanna. Það er og
eðlilegt, að menn hafi þekkt nokkuð til þessa al-
mennt, þar sem hjer var að miklu leyti um það að
ræða, er við kom átrúnaði manna. Hitt er þó auð-
vitað, að skáldin hafa borið af öðrum í þessu efni,
því að þau má í þessu telja lærðu mennina á þess-
um tíma, en hitt má telja víst, að þorri manna hef-
ur skilið meira í kvæðum fornskálda en almenning-
ur skilur nú á dögum, og er það eigi full sönnun
gegn þessu, þó að kvæði og vísur sje aflöguð í hand-
ritum, og auðsjeð, að ritarar hafa eigi skilið þau
fullkomlega; því að hæði var það síðar en hjer
ræðir um, enda eðlilegt, að menn þá eigi skildu
kvæðin eins vel, eins og samtíðamenn skáldanna, á
þeim tíma, er skáldskapurinn var samvaxinn öllu
menntalífi þjóðarinnar. Þó er það auðvitað, að allir
hafa þá eigi skilið kvæðin og vísurnar, eins og eigi
allir nú á dögum kunna og skilja kvæði og rímur.—
I samhandi við þetta stendur sögufróðhiJcurinn, sem
hefur verið all-almennur, þó að einstakir menn bæru
eðlilega af. Sögur voru almennt sagðar; þær voru
sagðar á alþingi, í veizlum og samkomum manna,.
og urðu þannig almenn eign þjóðarinnar; þær gengu
mann frá manni, og menn voru minnisgóðir í þá
daga, meðan allt varð að leggja á minnið. — Þá er