Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 214
214
fræðislegu og sögulegu þroskalögum, sem hinir aðrir
Indó-Grermanar hafa orðið að lúta.
I sögulegu tilliti væri þetta fádæma kraptaverk,
og trúin á það hefir við ekkert að styðjast nema
frásögn Eddanna, en sú frásögn er algerlega gagn-
stæð bæði lögum hinnar almennu og lögum hinnar
indó-germönsku goðfræðissögu, og ennfremur öllum
öðrum frásögum Germana. Tacitus, sem þó var
glöggskygn maður, minnist ekki með einu orði á
neina sköpunarsögu hjá Germönum. Kristnir trú-
boðar geta þess heldur aldrei, að Norðurlandabúar
hafi nefnt sköpunarafl guða sinna á nafn, þótt þeir
annars hafi talið þeim allt mögulegt til gildis. Saxi
og aðrir sagnaritarar Norðurlanda lýsa Oðni sem af-
arvoldugum í öllum greinum og skýra jafnvel frá
töframagni hans, en hvorki hjá þeim nje í öllum
þeim aragrúa, sem til er af sögum, finnst neitt, er
bendi á trú heiðingjanna á sköpunarafl hans. Þór,
Frey og Freyju er alls staðar lýst sem voldugum
og stjórnandi guðum, en aldrei er getið um að þeir
hafi framið neitt sköpunarverk. Það er líka eptir-
tektavert, að jafnframt þeim er aldrei minnzt á ljúg-
skaparana Hœni og Lóður, Vilja og Vé, sem sagt er
frá í Eddunum, í daglegu lífi eða viðburðasögu heið-
ingjanna. I kvæðum skáldanna er heldur aldrei
minnzt á sköpunarverk hinna fornu guða, en á Krist
minnast þau varla svo, að þau fari eigi að lofa
sköpunarafl hans og lýsa með því yfirburðum hans
yfir aðra guði. Hvernig hefðu skáldin líka átt að
geta skoðað þær verur sem skapara, sem biðu ósig-
ur fyrir jötnum og urðu gamlar og hárar?
Meyerálítur nú, að sú goðafræði Norðurlanda, sem
fram er sett í Eddunum, sje alls eigi sú forna, eig-
inlega ffoðatrú. Hennar sje að eins að leita í þjóð-