Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 3
3
það einnig víst, að þekking á lögunum hefur verið
mjög almenn, og bera sögur vorar ljósan vott um
það. Að vísu voru það einstakir menn, sem skör-
uðu fram úr í þessu efnj, eins og við var að búast, svo
sem voru lögsögumennirnir, og margir aðrir, svo
sem Njáll Þórgeirsson, og lærisveinn hans Þórhallur
Asgrímsson, Eyjólfur Bölverksson, Mörður Valgarðs-
son og margir fleiri. En þekking á lögum og mála-
meðferð var svo samtvinnuð lífl þjóðarinnar, að af
því leiddi nauðsyn á slíkum fx'óðleik, enda var áhugi
manna mikill í þvi efni, og hins vegar var færi á
að afla sjer slíks fróðleiks og verklegrar meðferðar
á málunum, þar sem alþingi var, og fjölmenntu
menn þangað mjög, enda var þar hinn bezti skóli
þjóðarinnar. — Þegar á þetta er litið, og margt ann-
að, er til rnætti nefna, þá verður eigi sagt, að rnennt-
un hinna heiðnu forfeði'a vorra hafi verið á mjög
svo lágu stigi, áður en kristni kom á landið; en
kristnin hafði, auk annara áhrifa, einnig menntandi
áhrif og bætti menntunarástand þjóðarinnar. Hin
forna menntun hjelt áfram, skáldskapurinn stóð í
blóma í hinu fornu sniði og búningi, söguvísindi efld-
ust og þróuðust, lögin voru bætt og aukin; en jafn-
hliða þessu kom upp ný menntun, er sjerstaklega
fylgdi kristninni. Það var ekki að eins þekking á
hinni nýju trú, kunnátta í hennar sögum, heldur og
margt annað, svo sem lestur og rit, málvísi, söngur
o. fl. Þá fara að koma upp hinir lærðu menn, klerk-
arnir, þeir menn, er höfðu fengið latneska mennt-
un, kunnu latneska tungu, höfðu kynni af hinum
latínsku rithöfundum og tóku á móti áhrifum af þeim.
Ahugi manna á slíkri menntun kom skjótt í ljós,
eptir það er kristni var komin á landið. En með
þvi að slíkrar menntunar var i upphafi eigi kostur
1*