Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 104
104
guð og átti Rán fyrir konu, en þau áttu níu dætur,
sjóardísir, sem eru öldurnar, eins og hér segir:
Dr'öfn skylr stál þar er stafni
straumfylgin þvær Bylgja,
Hefring brestr, en hristir
Himinglœva mar sævar.
Hrönn dregr grönn úr grunni.
gadd svelr Blóðughadda,
elg venr Uðr ok Kólga
egghúfs við glym Dúfu.
Miðgarðsormur er hin mikilfengasta forynja í
sjávardjúpinu: eptir því sem edda segir, þá var
hann eitt af börnum þeim er Loki gat við Angur-
boðu, en guðirnir köstuðu honum í hinn djúpa sjá*
hann heitir og Jórmungandur og liggur um lönd öll'
en Miðgarðsormur er í rauninni sjálfur sjórinn, og
virðist þetta benda til þess að menn hér á Norður-
löndum hafi haft áþekka ímyndun og Grikkir, að
jörðin væri krínglóttur flötur, sem ormurinn (o:sjór-
inn) lægi í kríngum. Að Miðgarðsormur hafi átt að
tákna sjóinn, virðist auðsætt at því, að í Ragnarökkri
á hann einmitt í höggi við Þór, en Þórr var þrumu-
guð og þess vegna eldguð, og eru hér tvær gagn-
stæðar höfuðskepnur, eldurinn og vatnið, látnar eig-
ast við. Það er auðséð á kvæðum fornskálda, að
menn hafa trúað að Miðgarðsormurinn væri til, svo'
það er ekki tilbúníngur Snorra eða seinni manna,
en annars imynduðu menn sér ýmsar voðalegar
skepnur í hafinu, og kemur það fram í sögum. Til
eru ýmsar sögur um »hinn mikla sjóorm«, eitthvert
ógurlegt ormvaxið kvikindi, sem sjómenn þykjast:
stundum hafa séð, en hvort þetta er á einhverjum
huldum brautum komið frá hugmyndinni um Mið-
garðsorm eða ekki, verður ekki séð, eða þá frá
»Leviathan«, sem ritníngiu getur um. Þessi hug-