Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 44
44
a. Skólameistarar i Skálholti.
1. Þegar Páll Hv'tfeldur haföi 1552 gjört skóla-
skipun sína, var það eitt til fyrirstöðu þvi, að skóli
byrjaði þá þegar, að enginn fjekkst skólastjórinn,
með því að enginn þótti til fær hjerlendra manna.
Páll kom því árið eptir með danskan mann með sjer,.
er Ól.afur hjet, og gjörðist hann skólameistari i Skál-
holti. Sú er sumra ætlun, að það hafi verið sá Olaf-
ur, er var sveinn Kristófers Hvítfelds árið 1541, er
hann flutti utan Ögmund biskup, og ijet Kristófer
hann þjóna biskupi og lesa honum guðsorð. Olafur
var 2 ár skólameistari. Hann drukknaði i Brúará
á Böðmóðsstaðavaði 1555. Lík hans fannst skömmu
síðar, og var jarðað hjá Gissuri biskupi Einarssyni
í Skálholtskirkju, milli hans og Odds Gottskálksson-
ar. Meðan Olafur var skólameistari, var heyrarí
við skólann danskur maður, er JaJcob hjet, sá hinn
sami, er 12 ára var með Diðrik af Mynden í Skál-
holti, er Diðrik var þar drepinn 1539. — (Hist. ecch
III. 171.; Esp. Árb.; »Safn« I. 79.; 102.; 103.; 114.)».—
2. Þá er Olafur var fallinn frá, þótti allmjög
til vandræða horfa, er nærri lá, að slita yrði skóla
um miðjan vetur. Var þá það ráðs tekið, að síra
Jón Loptsson, prestur á Mosfelli, var settur skóla-
meistari. Hann var maður mikils-virður, en eigi
þótti hann þó vel fær til að vera skólameistari, a5
því er lærdóm snerti. Síra Jón var fyrst prestur a5
Mosfeili, síðan að Görðum á Álptanesi, og síðast a5
Vatnsfirði, og umboðsmaður biskups yflr Þórnesþingi.
1) Jón Egilsson telur í biskupa-annálum sínum Hans
verið hafa fyrstan skólameistara j Skálholti; »hann skyldi
hafa í kaup og íæði VII jarðir á Alptanesi — þeirra nöfn þá
veit eg ekki — það skeði anno 1550« (»Safn« I. 103., 114.).