Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 33
33
svo sem í belg og biðu. Og svo þótti mönnum, sera
hver sá væri fullfær til að taka allar vígslur og
gegna öllum klerklegum embættum, er skammlítt
kynni lestur og söng að tíðum, sem til var sett.
Engir sinntu bóknámi, hvorki latínufræðum nje öðr-
um tungum, nema einstöku biskupar eðaábótar, einna
helzt þeir, semverið hötðu nokkra tíma á Þýzkalandi,
Englandi eða Frakklandi; því að við bar það, að
Islendingar gáfu sig nokkuð við bóknámi i Parísar-
borg og annarsstaðar, og nægir að nefna Stefán
-Tónsson, Ogmund Pálsson, Gissur Einarsson, Martein
Einarsson og Olaf Hjaltason, er allir urðu biskupar;
þá má og telja Asbjörn »baccalaureum«, er skóla-
meistari var hjá Stefáni biskupi, Jón Einarsson, prest
í Odda, er Ögmundur biskup hjelt fram til biskups
á Hólum gegn Jóni Arasyni, og Pjetur Einarsson,
bróður Marteins biskups; en Oddur Gottskálksson
var alinn upp í Noregi, og gekk í skóla i Björgvin.
Hinir, sem eigi fóru utan til náms, lærðu naumast
eða ekki »dónatinn« (Bisk. II. 424.—5.; 427.; 428.;
657.—8.), og var ekki furða, þótt afleiðingar þessa
ástands næðu fram yfir siðabót, meðan þeir menn
voru uppi, er runnir voru upp á þessum tíma; þann-
ig er, til að nefna eitt dæmi, svo sagt um Gísla
biskup Jónsson, er var biskup 1558—1587, að hann
kunni ekki latínu, en hann var í æsku sinni frædd-
ur hjá Alexiusi Pálssyni, er þá var prestur á Þing-
völlum, en varð síðar ábóti í Viðey (Bisk. II. 631.,
636.).
En þrátt fyrir það, þó að undir og um siðabót-
•artímann komi fram nokkrir ágætir menn, er allvel
voru lærðir, voru þeir bæði næsta fáir, enda var
menntunarleysið almennt hið sama yfir höfuð, með-
•an fastir skólar voru eigi á fót komnir, og árangur
3