Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 74
74
nokkura hríð hjá frænda sínura, Þormóði sagnaritara
Torfasyni. Þaðan fór hann aptur til Kaupraanna-
hafnar, og 1668 út til Islands, en fór hið sama ár
til Kaupmannahafnar aptur, og til Þormóðs Torfa-
■sonar, frænda síns, á Stangalandi í Noregi. 1669
skipaði konungur hann vicebiskup án launa í Skál-
holti, en rjettan biskup þar eptir Brynjólf Sveins-
son. 1670 fór hann út til Islands, og dvaldi þá hinn
næsta vetur á Hólum hjá Gísla biskupi, bróður sín-
um, en fór utan aptur og var vígður biskupsvígslu
25. febr. 1672. Síðan kom haun út aptur, og dvaldi
enn með Gísla biskupi (til 1674), en þá tók hann
við biskupsembætti í Skálholti, er Brynjólfur biskup
sagði af sjer. Þórður biskup andaðist 16. marz 1697.
Kona hans var Guðríður Gísladóttir, er auðugust var
allra kvenna á Islandi á þeim tima. Þau giptust
1674, og áttu tvo sonu, Þorlák og Brynjólf. — (Hist.
eccl. III. 599., 664.—681.; Esp. Árb.; Bp. II. 704.).
24. Gisli Vigfússon, sýslumanns, Gíslasonar,
lögmanns, Hákonarsonar, nam skólalærdóm hjer á
landi, en fór síðan til háskólans (um 1658), og tók
sjer síðan ferð á hendur um Þýzkaland og Belgíu
og til Englands, og var 4 ár í þeirri ferð, en kom
svo út hingað aptur, og varð skólameistari á Hólum
1663 (1664 Esp. Árb.), og hafði það embætti um 4
ár, til 1667, en þá fór hann aptur utan til Kaup-
mannahafnar, og var þar 2 ár, og varð meistari í
heimspeki; kom apturút 1669, og gekk síðan (1670)
að eiga Guðríði Gunnarsdóttur, prests á Hofl, og áttu
þau einn son saman. Gísli andaðist 1673. — (Hist.
eccl. III. 549.; Esp. Árb.; Bp. II. 301., 641.).
25. Jón Bjarnason, Jónssonar, var skólameist-
ari 1667—1673, er hann þá varð prestur að Staðar-
bakka, og kvæntist Sigríði Þorgilsdóttur. Síra Jón