Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 76
76
er það losnaði, enhann dó í stóru bólu 1707, erhanit
bjóst að taka við embættinu, og var þá
30. Þorleifur Skaptason, Jósepssonar, kirkju-
prestur á Hólum, settur skólameistari fyrst um sinnr
og hafði það starf, ásamt prestsembættinu, að eins
nokkura mánuði. Var þá skóli haldinn að eins frá
jólum, og 20 sveinarnir; var bólan sök til þess-
Sira Þorleifur varð prestur að Múla (1724), og pró-
fastur. 1740 hafði hann á hendi biskupsstörf eptir
dauða Steins biskups Jónssonar (dó 2. des. 1739), og
aptur 1745, er Ludvig Harboe fór hjeðan af landi.
Síra Þorieifur var allvel lærður, gildlegur að álitum
og öðru, og trúðu margir, að hann væri mjög fram-
vís. Hann drukknaði ofan um ís 1748. — (Hist. eccl.
HI. 550.; Esp. Arb.).
31. Hallgrímur Jónsson, Þorlákssonar sýslu-
manns, Thorlacius, fór utan haustið 1707, og fjekk
konungsbrjef fyrir skólameistaradæmi á Hólum, kom
aptur haustið 1708, og tók við embættinu. Hann var
skólameistari til 1711, en sagði þá af sjer fyrir þá
sök, að hann hafði barn getið. Hann varð síðan
(1714) sýslumaður í Múlaþingi, og andaðist 1734. —
(Hist. eccl. III. 550., Esp. Árb.).
32. Þorleifur Halldórsson var kominn af fá-
tæku almúgafólki á Álptanesi suður; en var frábær-
lega gáfaður maður. Jón biskup Vídalín var þá
prestur að Görðum; tók hann sveininn að sjer, og
hóf að kenna honum; og er hann skömmu síðar var
orðinn biskup, kom hann honum i Skálholtsskóla,
og útskrifaðist Þorleifur þaðan eptir 2 ár (1700).
Síðan kom biskup honum á sinn kostnað til háskól-
ans (1703); en á leiðinni þangað samdi Þorleifur rit
nokkurt, »Lof lyginnar«, og var það svo vel og
gáfulega samið, að mikið þótti til koma. 1704 var