Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 5
5
kenndu öðrum, er þeir tóku til sín (Hist. eccl. I.
190).
Þess verður að nokkru leyti getið smám saman,
hvað kennt var í skólum þessum, eptir því sem það
er kunnugt. En hjer skal þó þess geta, að almennt
hafa námsgreinir einkum verið lestur, rit, messusöng-
ur, guðfrœði, og auk þess latina, og enda latínuskáld-
skapur. Þannig var latína kennd í skólanum á Hól-
um í tíð Jóns biskups Ögmundssonar, og enda lat-
ínuskáldskapur. Þar var Klængur Þórsteinsson að
lesa ástaljóð Ovidíusar, er biskup kom að honum,
og bannaði honum að lesa þá bók. Var þar þá mjög
lögð stund á latínu, og þá auðvitað lesnir hinir lat-
nesku rithöfundar. Þá er og hið sama að segja um
skólann þar á dögum Jörundar biskups, er þar var
lærður slíkur latinumaður sem Lárentius Kálfsson
var, og mun þá ekki hafa dregið úr kennslunni, er
hann var skólameistari, er svo var gott latínuskáld,
að hann gjörði svo fljótt vers, sem maður talaði
skjótast latínu. Hinar sömu kennslugreinir voru einnig
kenndar i hinum skólunum. Skulum vjer nú lita á
skóla þessa hvern fyrir sig, og segja af þeim nokk-
uð, er oss er kunnugt, fram að siðabótartíma; en þá
hefst nýtt timabil i skólasögu vorri, því að þá fyrst
komast á fastir skólar að lögum, en til þess tima
eru þeir stopulir og á völtum fæti.
Ari binn fróði segir svo (Isl. b. 9. k,): »En es
þat sé hofþingiar oc góþer menn, at ísleifr vas
myklu nýtri en aþrer kennimenn, þeir es á þvísa
landi næþi, þá selldu hónum marger sonu sina til
læringar, oc létu vigia til presta«; og Kristnisaga
segir, að ísleifur læi ði marga ágæta menn, og vigði