Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 255
255
sem vjer höfum nokkra spurn af'þeim. Menn skoð-
uðu hann sem son Óðins og hugsuðu sjer hann sem
ákaflega sterkan, vopnaðan hamri, er hefði í sjer
fólgið helgandi vigsluafl. En eptir því sem Þór er
lýst í þjóðtrú og skáldskap Norðurlanda á víkinga-
öldinni og sagt er frá dýrkan hans, þá er það auð-
sjeð, að dýrkun hans hefur tekið miklum stakka-
skiptum og er nú orðin langt um yfirgripsmeiri en
áður, þótt þetta eigi ekki jafnt við öll Norðurlönd.
Nú hafa myndazt heilir flokkar af sögum og æfin-
týrum um þennan guð, sem enginn hafði hugmynd
um áður, og nú er hann í meðvitund þjóðarinnar
bæði í framkomu sinni út á við og í innra eðli sínu
orðinn allur annar en áður. og eiginleikar hans og
einkenni orðin miklu margvíslegri og skýrari.
Vjer þekkjum nöfn hjer um bil 90 manna, er
vóru uppi áður en víkingaöldin hófst, og af öllum
þessum nöfnum er ekki eitt einasta samsett með
nafni guðsins Þórs. En líti maður á nafnatal þeirra
landnámsmanna, er námu land á Islandi um lok
aldar, þá úir og grúir þar af nöfnum, sem eru sam-
samsett með Þór —, t. d. Þórsteinn, Þórólfr, Hall-
dórr o. s. frv. Þetta sýnir greinilega, að Þórsdýrk-.
unin hefur verið orðin yfirgripsmeiri á víkingaöld-
inni. Gái maður nú að, hvaðan þessir menn, er vóru
kenndir við Þór, komu, sjáum vjer, að margirþeirra
höfðu átt heima á vesturströndum Noregs, en
að þessi nöfn hafa þó einkum verið í miklu gildi
hjá þeim Norðurlandabúum, er dvöldu fyrir vestan
haf á hinum brezku eyjum. Fyrst bar á þeim 4.
írlandi. Hinn fyrsti maður, sem getið er um á Ir-
landi, hjet Turgeis eða ÞórgiLs. Bæði rit íslend-.
inga og íra bera það með sjer, að Þórr hafi eink-
um verið dýrkaður af norrænum víkingum á Irlandi.,