Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 24
24
getið, að hann hjelt skóla á Hólura (Hist. eccl. I.
590.; Esp. Árb.). —
Eptir hans daga stingur i stúf með kennslu á
Hólum um 50 ár. Enginn skóli var þar á dögum
Orms biskups Áslákssonar (bisk. 1342—1356), enda
gjörði hann ekkert til nytsemdar, var í sífelldum
utanförum,* og eyddi fje Hólakirkju (Hist. eccl. II.
199.). Og enginn skóli var þar á dögum Jóns bisk-
ups skalia, Eiríkssonar, 1358—1391; endaljetu þessir
útlendu biskupar, er báðir voru norrænir menn, sjer
annara um, að auðga sjálfa sig, en að vinna nyt-
semdarverk hjer á landi í biskupsdómi sínum.
Um Pjetur Niktdásson (bisk. 1392—c. 1402), er
var danskur maður, er þess getið, að hann hjelt
skóla á Hólum, og setti yfir Böðvar djákna; og um
1399 sýnist þar hafa verið fyrir skólanum Hans,
doctor decretorum, sem hefur verið útlendur maður.
Hans getur við brjefagjörð það ár (Hist. eccl. I. 590.;
n. 219., 220.).—
Eptir aldamótin 1400 geisaði um landið drepsótt
sú hin mikla (svarti dauði); hrundi þá niður fólkið,
og manndáð allri hnignaði mjög; komu áhrif þess-
arar drepsóttar mjög hart niður bæði á leikum
mönnum og lærðum, og það svo hart niður á lærð-
um mönnum, að 1403 eða 1404 voru í Hólabiskups-
dæmi einungis sex prestar, þrír djáknar og einn
munkur. Pjetur biskup var þá eigi í landi, og mun
eigi komið hafa aptur, er hans getur eigi eptir það
(Hist. eccl. II. 218.). Sótt þessi og mannfall það, er
hún olli, drap mjög niður öllum nytsemdarstörfum
og manndáð, og má það telja víst, að eptir pláguna
liafi um langa tíma enginn skóli verið á Hólum, og
hafi nokkur kennsla átt sjer þar stað, hala það að
eins verið einstakir menn, er biskupar hafa látið.