Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 122
122
tenn«. Hrafnsaga kap. 4.). Til eru lýsíngar á stór-
um höfuðfætíngum sem rekið hafa á fyrri tíðum, og
munu þó margir hafa rekið, sem menn eigi vita af.
Þótt þessar lýsíngar hafi verið gerðar af ómenntuð-
um mönnum, sem ekkert skynbragð báru á náttúru-
fræði (sem annars var þá í barndómi meðal allflestra),
þá er sarat hægt að sjá til hvers dýraflokks þetta
heyrir, þótt ekki sé unnt að ákvarða tegundina. Hin
elzta af þessum lýsingum, sem vér vitum af, er í
Skarðsár-annál við árið 1639, og hljóðar þannig: »Rak
um haustið á Þingeyra-sandi í Húnavatns þíngi eina
undarlega skepnu eður sjóskrimsl, að lengd og dig-
urð sem manns líkami. Það var með sjö hölum,
og hverr einn að lengd vel tvær álnir. Þeir halar
voru með alsettum hnappamyndum, og hnapparnir
voru að sjá, sem í sérhverri myndinni væri sem
augasteinn, og í kríngum augasteinana sem augna
hvarmar; þeir hvarmar voru að sjá sem væru þeir
forgyltir. Á því sjóskrimsli var hér að auki einn
hali, er út var vaxinn fyrir ofan hina halana; sá
var ofur lángur, 4 eður 5 faðmar.* Ekkert bein eð-
ur brjósk var í þess corpore, heldur allt að sjá og
finna sem grásleppuhvelju-kviður, og engin mynd
sást til höfuðsins, utan það eina hol eður tvö, sem
voru aptur við halana eður skamt frá hölunum.
*) Fæturnir eða armarnir eru hér kallaðir «halar«; á tí-
fættum höfuðfætíngum eru 8 styttri armar, og tveir miklu
lengri. Hér hafa tveir armar verið slitnir af, annar hinna
laungu og einn hinna stuttu. Sbr. Dýrafræði mína bls. 121.
122. Annars er eitthvað og til um smokklisk, sem rak við
Málmey í Svíaríki 1546 eða 1549, og heíir Steenstrup ritað
um þetta í Forhandlinger ved de skand. Naturforskeres Möde,
1849, en þær bækur eru hér ekki til (Sömul. Christiania
1857).