Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 61
61
Hólum, og skyldi verða þar skólameistari, en hann
andaðist áður (1707). — 1697 voru tveir skólasveinar
strýktir fyrir galdra-meðferð, og reknir úr skóla. —
(Hist. eccl. III. 540.—541.; Esp. Árb.). —
37. Þórður Jónsson, biskups Vigfússonar á Hól-
ium, varð þá skólameistari (1698). 1688 fór hann
ntan til háskólans, og var þar 5 ár. Hann varð mjög
frægur af því, að hann skaut málum föður síns, er
dómur var fallinn á hann dauðan, til hæstarjettar,
og vann þau þar; og svo mikið álit hafði hann á
sjálfum sjer, að árið 1697, eptir dauða Þórðar biskups
Þorlákssonar í Skálholti, fór hann utan, og ætlaði
sjer að fá biskupsembættið, en eigi varð það fram-
gengt; kom aptur árið eptir, og varð þá skólameist-
ari, og hatði það embætti til 1702, er hann þá varð
aðstoðarprestur hjá síra Páli Ketilssyni á Staðastað,
og nokkuru síðar prófastur. Þar andaðist hann 1720,
48 ára gamall. Kona hans var Margrjet Sæmunds-
dóttir, prófasts frá Hítardal, Oddssonar; henni
kvæntist hann árið 1700, og lifði hún hann með 6
'börnum. — (Hist. eccl. III. 541.; Esp. Árb.). —
38. Magnus Jónsson biskups, Vigfússonar, var
skólameistari að eins eitt ár, því að um Michaelis-
messu 1702 bar svo við, að hann gekk út úr tjaldi
sinu í Hólmakaupstað drukkinn um nótt, svo að
menn urðu eigi varir við, og fannst drukknaður um
morguninn á Hólmsgranda. — (Hist. eccl. III. 542.;
Esp. Árb.). —
39. Magnús Markússon, prests, Geirssonar, frá
Laufási, var fyrst við Kaupmannahafnar-háskóla,
varð síðan heyrari í Skálholti, og eptir dauða Magn-
úsar Jónssonar skólameistari, um haustið 1702.
Hafði hann það embætti um 6 ár, og rak það starf
með mikilli röggsemi, og tók skólinn góðum fram-