Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 226
Baldr (= herra«, engils. bealdor, ísl. baldr) er enn
grein af hinu forna himin- eða sólargoði, annað auk-
nefni eins og Freyr (* Tiwaz Fraujaz og *Tiicaz BaU
þraz). F o r s e t i er sami og Baldr. Freyr var nafn
Svía á sólargoðinu, en Baldr nafn Dana og Gauta.
Þess vegna er svo margt líkt með Frey og Baldri.
Þá er langur kafli um Óðin bæði sem vind-
goð, hangagoð eða valgoð, árgoð, herskapargoð,
vizkugoð, skáldgoð og himin- eða sólargoð, og er sinn
þátturinn um hverja þessara hliða af goðmagni hans.
Óðinsdýrkunin kom frá Þýzkalandi inn í Norðurlönd
(fyrst til Danmerkur) og náði þar smám saman svo
miklum þroska, að hún ruddi hinni fornu Freys- og
Þórsdýrkun til hliðar og varð að lokum ofan á, og
áttu hin norrænu skáld ekki lítinn þátt í að hefja
Óðin til vegs og virðinga.
Loki er alnorrænn, og sýnir nafn hans (af lúka,
loka, »sá er lýkur eða lokar«), að hann er ekki
ýkjagamall, heldur stafar frá nýrri goðsagnaöld.
Samkvæmt eðli sínu hlýtur hann þó að hafa verið
til áður, þótt hann hafi fyrst fengið nafn sitt á hin-
um seinni öldum heiðninnar. Loki er sífelldur tví-
skinnungur, sá sem lýkur bæði því er betur og ver
fer (»der Endiger des Angenehmen -vvie Unangeneh-
men«). Hann er sami og Utgarðaloki og Mið-
óðinn (Mitothinus) hjá Saxa, og er því vetrarhliðin
á Óðni, eins og Ullr, og eru þeir því náskyldir.
Loki er líka sami og L ó ð u r r, er ferðast með Óðni
og Hæni, en nafnið Hænir á líklega skylt við slaf-
neska nafnið Hennil, Hainal (goð morgunroðans).
Þórr (úr *Þonraz, Þunaraz, skylt lat. tonitrus,
tonare, gr. xóvo?, af rótinni tan i sanskr.) er þrumu-
goð. A Norðurlöndum var hann dýrkaður meira en
flestir aðrir guðir og sums staðar mest allra. í SvU