Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 11
11
var einnig lærður Ari prestur Þórgilsson, hinn fróði,
«r ritað hefur hina ágætu «íslendingabók». Sjö vetra
kom hann til Halls í Haukadal (1075), en 12 vetra
«tóð hann yfir greptri ísleifs biskups(1080,—Kristnis.:
Bisk. I. 27.), og hefur því verið fœddur 1068. Þeir
Teitur ísleifsson og Ari hafa því verið fóstbræður,
^n Teitur hefur verið talsvert eldri; er liklegt, að
Ari hafi dvalið hjá Teiti eptir dauða Halls um nokk-
ur ár, og numið að honum fróðleik, og megi því
telja Ara meðiil lærisveina hans. En það er eigi kunn-
vigt, nær Ari hefur farið frá Haukadal. Ari var
vigður prestur af Gissuii biskupi. Sonur Ara var
Þórgils, faðir Ara hins sterka og Hallfríðar, konu
Magnúsar prests að Helgafelli. Ari hinn fróði hóf
fyrstur sögur að rita hjer á landi á íslenzka tungu,
^n öll eru rit hans nú týnd, nema »íslendingabók«,
•en hún ein nægir til að halda nafni hans á lopti.
Ari dó 1148, áttræður að aldri.
Sonur Teits ísleifssonar var Hcillur prestur, er
1 Haukadal bjó eptir föður sinn. Hann var frábær-
lega lærður maður. Hann hlaut biskupskosning ept-
ir andlát Magnúsar biskups Einarssonar (1148), og
fór utan, og var svo vel menntaður í tungumálum,
nð hann mælti alstaðar þeirra máli, sem hann væri
-alstaðar þar barnfæddur, sem þá kom hann. Hann
»áði eigi biskupsvígslu, og andaðist í Trekt (1150,
— Hungrv.: Bisk. I. 80.). Þess er að vísu eigi get-
ið um hann, að hann hafi haldið áfram kennslu í
Haukadal, en mjög er það líklegt, að svo hafi verið
<Hist. eccl. I. 192.).
Gissur Hallsson bjó i Haukadal eptir föður sinn.
Hann fóstraði sem son sinn Þórlákur biskp Runólfs-
son i Skálholti, en eigi hefur Gissur eldri verið en
7 vetra, er Þórlákur biskup andaðist; hefur þá Giss-