Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 262
262
tjónið yrði ekki eins hraparlega tilfinnanlegt, eins
og það hefði orðið, ef hún hefði ekki til verið.
Sama árið lauk sama fjelagið við nýia útgáfu
af »Laxdælu», sem bókavörður Árna Magnússonar
safnsins dr. Kr. Kálund hefur annazt. Einkennir
sama vandvirknin þá útgáfu og öll önnur rit hans.
Textinn er, eins og í gömlu Khafnar-útgáfunni og
Akureyrar-útgáfunni, prentaður eptir Möðruvallabók
(AM. 132, fol.), en til samanburðar er notaður mesti
sægur annara handrita, og er orðamunur úr þeim
prentaður neðanmáls. Framan við sjálfan textann
er langur inngangur, og er í honum fyrst nákvæm
lýsing á handritum sögunnar, skyldleik þeirra og af-
stöðu hvers til annars. Ennfremur um samning sög-
unnar, meðferð efnisins, sögulegt gildi hennar, hve-
nær hún hafi verið rituð og hver muni hafa gert
það. Kveður hann nokkurn veginn vist, að hún
hafi verið skrifuð um 1230, en um höfund hennar
verði ekkert með vissu ákveðið, nema margt bendi
til þess, að hann hafi verið klerkur eða bóklærður
maður, sem hafi staðið í nánu sambandi við eða ver-
ið i Helgafellsklaustri. Þá er og yfirlit yfir efni
hvers einstaks kapítula í sögunni ásamt afar- fróð-
legum athugagreinum bæði um frásögnina, tímatalið
o. m. fl. Aptan við bókina er ágætt nafnatal með
nákvæmum tilvisunum; nær það bæði til manna-
nafna, auknefna, og staða- og þjóðanafna, en hluta-
registur er þar ekkert, og þykir oss það eitt á vanta.
Slíkt registur ætti að fylgja hverri góðri útgáfu, eins
og þessi er, en registurslausar útgáfur eru óhaf-
andi.
Tveir Þjóðverjar og einn Svii, þeir háskóla-
kennarnir prófessor H. Gering, dr. E. Mogkogdr.
G. Cederschiöld, hafa tekið sjer fyrir hendur, að