Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 29
29
Ihálfrl annari öld, er nú hefur verið um rætt, hefur
rmenntun og lærdómur staðið i þessu klaustri með
rmiklum blóma, en á þessum tíma var einnig stund-
mm saman allmikill blómi á öðrum klaustrum, að
!því er lærdómi við kemur. Sýnist einkum Þykkva-
bæjarklaustri mega í því efni sæti skipa næst Þing-
•eyraklaustri á þessum tima. Þar voru slíkir menn
■sem Þórldkur ÞórhaUaiton (1170—1174), er þar var
ábóti hinn fyrsti, og vist má telja, að hafl látið þar
Ikennslu fram fara, er hann var maður hinn lærðasti,
•og hafði síðar kennslu á liendi, ór hann var biskup
•orðinn. Hallur Gissurarson, er fyrst var ábóti að
'Helgafelli (1221—1224), og síðan í Þykkvabæ (1224
—1230), er og líklegur til að hafa látið kennslu
fram fara i klaustrum sínum, er hann var sjálfur
imaður vel menntur, og kominn frá skólaheimilinu í
'Haukadal. Brandur ábóti Jónsson (1247—1261) er
aptur á móti að því kunnur, að hann hjelt skóla í
Þykkvabæ. Hann var sjálfur einhver hinn lærðasti
maður á þeim tíma, og ágætismaður, enda virður
'mjög. Hann kenndi mörgum ungum mönnum, og
voru helztir lærisveina hans þeir Jörundar Þór-
steinsson, er siðar varð biskup að Hólum, Árni
Þórláksson, er síðar varð biskup í Skálholti, og
Runólfur Sigmundsson, er eptir Brand varð ábóti i
Veri; gaf Brandur þeim þann vitnisburð, að engum
imanni kallaðist hann jafnminnugum kennt hafa sera
Jörundi, en engum þeim, er jafnkostgæfinn var og
jafngóðan hug lagði á nám sitt sem Runóifur, en til
Árna talaði hann svo, að bann skildi þá marga
hluti af guðlegum ritningum, er hann þóttist varla
sjá, hví svo mátti verða (Bisk. I. 681.). — Runólfur
Sigmundsson, er ábóti var 1264—1306, og var því
ábóti um 42 ár, er liklegur til þess, að hafa haldið