Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 36
36
un sína, en vjek að nokkru frá þvi, er konungur
hafði til ætlazt. Svo var nú ákveðið, að í skóla
hvorum skyldu vera 24 lærisveinar, en áður hafði
konungur ætlazt til, að vera skyldu 40 lærisveinar
í Skálholti, en 24 á Hólum. Eigi skyldi aðra
sveina taka í skóla en þá, er biskupi og skólameist-
ara þætti bezt til fallnir, og hjetu þvi, að vera kost-
gæfnir við námið, lifa guðrækilega, og vinna síðar í
kirkjunnar þarfir. Biskup skyldi skipa kennendur
skólans, og gjalda skólameistara í laun 60 dali ár-
lega, í smjöri, vaðmáli, fiski, peningum eða öðrum
vörum, þeim er hann hafa vildi; en í kost árlega
gott naut, 4 gamla sauði, 6 tunnur malts, 3 tunnur
mjöls, 1 tunnu salts, 1 tunnu smjörs, 200 fiska, og
auk þessa mjólk og skyr, svo sem þörf gjörðist.
Heyrarinn skyldi hafa í laun 20 dali í sömu vörum
og góðan kost. Skólapiltum skyldi biskup veita
góðan mat og drykk eptir landsvenju, svo sem ná-
kvæmara er til tekið. Einnig skyldu þeir fá vað-
mál til fata, 10 álnir hinir stærri, en 7 álnir liinir
minni, og hverjir tveir piltar rekkjuvoð annaðhvort
ár. Bækur og pappír eptir þörfum skyldu fátækir
piltar fá hjá biskupi. Ljós skyldu piltar og hafa.
Skólinn skyldi haldinn bæði sumar og vetur. Eigi
var konungur að öllu leyti ánægður raeð skólaskip-
un þessa, og bauð því 1553, að afgjöld af ákveðn-
um jörðum skyldi leggja kennurunum 1 kaup þeirra;
var þá skólameistaranum í Skálholti lagt afgjald af
Þerney og sex eða sjö öðrum jörðum á Suðurnesj-
um. En eigi hjelzt sú skipun lengi, því að 1562
tók Páll Stígsson höfuðsmaður Þerney ogaðrarjarð-
ir Skálholtsbiskupsdæmis á- Suðurnesjum undir kon-
ung, en ljet aptur aðrar jarðir, er lakari þóttu(jarða-
skiptabrjefið pr. í Safn t. s. Isl. I. 131.—132.); og