Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 205
Ritsjá
nokkurra útlendra bóka, er snerta ísland
og íslenzkar bókmenntir (1891).
[Með því að ritsjá sú, er hjer birtist, nær að eins til
þeirra bóka, er út haía komið á árinu 1891 (og fáeinna eldri),
en engra yngri bóka, þykir rjettara að gera grein fyrir, hvern-
ig á því stendur. Þegar afráðið var að láta Tímarit Bók-
menntafjelagsins fiytja yíirlit yfir útlendar bækur, er snertu
ísland og bókmenntir þess, var svo til ætlazt, að í hverjum
árgangi væri yfirlit þeirra bóka, er út hefðu komið fyrirfar-
andi ár. En þótt ritsjáin fyrir 1890 væri samin snemma á
árinu 1891, var þó sá árgangur Tímaritsins fullprentaður, er
hún kom heim til Islands, svo að hún komst fyrst að í ár-
ganginum fyrir 1892. Ef nú eigi átti að hlaupa yfir eitt ár,
varð annaðhvort að láta næstu ritsjána ná yfir tvö ár í einu,
eða þá að láta hana stöðugt verða einu ári á eptir tímanum.
Jeg hef heldur kosið hið síðara, og má koma með margar
ástæður fyrir því, að það sje betur ráðið. Þótt ekki sje get-
ið nema hinna helztu bóka, er þó mergð þeirra bóka, er út
koma á hverju ári og vert væri um aö geta, svo mikil, að
ritsjá fyrir tvö ár í einu mundi hafa orðið allt of umfangs-
smikil fyrir Tímaritið, ef nokkurt gagn hefði átt að vera i
henni, því tómt registur hafa menn lítið með að gera. Hins
vegar er og miklu hægra að gera ritsjána viðunanlega úr
garði, ef hún er heilu ári á eptir, því að bæði eru þá komnir
út ýtarlegir ritdómar um bækurnar, svo að ritsjársmiðurinn