Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 75
75
Arar maður allvel lærður, mælskumaður og skáld.
Hann dó 1705. — (Hist. eccl. III. 549.; Esp. Árb.).
26. Þorsteinn Geirsson, prests, Markússonar,
var fyrst heyrari á Hólum, en fór siðan utan, og
var 5 ár við Kaupmannahafnar-háskóla; kom síðan
■út aptur, og varð (1673) skólameistari á Hólum, og
hafði það embætti til 1679 (1683 Esp. Árb.), en varð
þá prestur að Laufási eptir sira Markús bróður sinn.
Síra Þorsteinn dó 1688 eða 1689. — (Hist. eccl. in.
549.; Esp. Árb.).
27. Egill Sigfússon var skólameistari 1679—1695.
1678 varð hann heyrari. 1695 varð hann prestur
að Glaumbæ, og dó 1723. Hann var latínuskáld
gott. — (Hist. eccl. III. 550.; Esp. Árb.).
28. Jón Árnason, prests, Loptssonar, var fædd-
ur 1665 í Dýrafirði, og var faðir hans þar prestur.
Jón var útskrifaður úr Skálholtsskóla, og fór til há-
skólans 1690. Þar var hann 2 ár, og tók próf í
guðfræði, og kom síðan út aptur 1692, og varð heyr-
-ari að Hólum, og 1695 skólameistari, og leysti það
starf af hendi með miklum áhuga og alvörugefni.
1704 gekk hann að eiga Guðrúnu, dóttur Einars bisk-
ups Þorsteinssonar. 1707 varð hann prestur að Stað
1 Steingrímsfirði, og 1708 prófastur í Strandaprófasts-
■dæmi. 1722 varð hann biskup í Skálholti eptir Jón
hiskup Vídalín, og var hinn röggsamlegasti í því
■embætti, og nokkuð harðdrægur. Hann var allvel
lærður og frábærlega iðinn, og liggja mörg rit eptir
hann. Hann dó 8. febr. 1743 — (Hist. eccl. III. 695.
—714., 550.; Esp. Árb.).
29. Jón Einarsson, prests frá Garði, Skúlason-
ar prests hins gamla frá Goðdölum, skólameistari í
Skálholti, var heyrari á Hólum 1698—1707, og fjekk
vonarbrjef konungs fyrir skólameistara-embætti þar,