Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 9
9
legt, að svo hafi verið, því að hann var menntavin-
ur (Hist. eccl. II. 488.).
Það er þá fyrst á dögum Stefáns biskups Jóns-
sonar (1491—1518), að talað er að nýju um, að skóli
hafi verið í Skálholti. Stefán biskup var maður vel
lærður, og hafði verið í skóia i Frakklandi og víð-
ar, og varð »baccalaureus«, og með honum tekur
aptur að lifna yfir lærdómi og menntun. Sú var
iðja Stefáns biskups, að lesa, skrifa og kenna. Hann.
hjelt latínuskóla í Skálholti, og skipaði fyrir skólann
Ásbjörn prest Sigurðsson. Sá maður var vel lærður
og »baccalaureus«, og hafði verið erlendis í skóla;
því að þangað urðu þeir að leita, er nokkurn lær-
dóm vildu fá, er þess var enginn kostur hjerálandl
Ásbjörn var orðinn skólameistari 1493 eða fyrri, og"
það var hann 1507 eða lengur (Hist. eccl. II. 504.;
III. 165.; Safn t. s. ísl. I. 656.; Esp. Árb.); þó má
vera, að skólinn hafi eigi staðið alla tíð Stefáns biskups
(Safn t. s. ísl. I. 656.).
Ögmundur Pálsson var hinn síðasti biskup i Skál-
holti fyrir siðaskiptin (bisk. 1521—1542); hann var
allvel menntur í æsku, og hafði numið bæði hjer á
landi og Frakklandi og í Belgíu (Hist. eccl. II. 522),
og þó að hann síðar, er hann eldist, muni eigi hafa
gefið sig við lærdómi, er hugur hans snemma hneigð-
ist að öðru, og hann kemur í öllu lifi sínu fram sem
atorkumikill framkvæmdamaður, og líf hans órólegt
og umsvifamikið, þá mun hann þó hafa ávallt verið
menntun og lærdómi hlynntur; þannig kostaði hann
Gissur biskup Einarsson í skóla i Hamborg um 3 ár,
og hafði löngum með sjer í Skálholti menntamenn,
svo sem voru Gissur Einarsson, síra Gísli Jónsson
og Oddur Gottskálksson; má af því sjá, að hann
liefur verið menntamönnum hlynntur. Ætlað hefur