Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 57
57
hafði verið forsmiður að kirkjunni í Skálholti, kærði
hann fyrir, að hann hefði fleygt á sig tinkönnu og
stungið sig með knífi; var honum þá vikið frá em-
bætti og sektaður um 8 hundr.; rituðu þá allir skóla-
sveinar höfuðsmanni og biskupi, og beiddust þess,
að hann yrði aptur settur í embætti sitt, og að þeir
væru eigi sviptir svo ágætum kennara, og borguðu
sektina fyrir hann; fjekk Gísii þá aptur embætti
sitt og uppgjöf hjá konungi á sökum. Meðan hann
var skólameistari, bjó hann í Þrándarholti. 1661
varð hann prestur að Helgafelli. 1664 kvæntist hann
Kristínu frá Setbergi, Vigfúsdóttur prests, Illugason-
ar. Hann dó [1688 (Esp. Árb.) eða] 1689, og hafði
átt mörg börn með konu sinni. — (Hist. eccl. III.
531.—532.; Esp. Árb.; Bp. II. 635.).—
32. Þá er skólameistara-embættið var nú laust,
er Glísli var orðinn prestur að Helgafelli, komu þrír
menn fram, er vildu fá það embætti: Einar Torfa-
son, Oddur Eyjólfsson og Ólafur Jónsson. Einar
hafði í höndum konungsbrjef, að hann yrði skipaður
skólameistari, er embættið losnaði; Oddur hafði
einnig konungsbrjef, að hann fengi annaðhvort
prestsembætti gott eða skólameistara-embættið, en
þessir tveir menn höfðu gengið í herþjónustu, er
Svíar sátu um Kaupmannahöfn 1659 og 1660, og
gengið hraustlega fram. Olafur hafði um næstu tvö
ár verið heyrari við skólann; en með því að hann
var yngri en hinir, þótt hann væri, ef til vill, eigi
ólærðari, hvarf hann frá að sækja um embættið.
En af hinum tveimur er það að segja, að biskup
kvað svo á, að þeir opinberlega skyldu þreyta með
sjer, hvor lærðari væri; en er Einar heyrði þann
úrskurð, hvarf hann frá, og mun það fremur hafa
verið af þvi, að hann vildi gjöra biskupi til geðs,