Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 118
118
laus og áralaus, og enginn maður, nema í bátnum
lá forkunnar fagurt sveinbarn sofandi á kornbind-
ini, en í kring um barnið var raðað gulli og ger-
semum, skjöldum og brynjum. Enginn vissi hvað-
an þetta kom eða hver sveinninn var, en lands-
menn tóku hann og ólu hann upp, og varð hann
konúngur þeirra og ríkti vel og lengi. Þegar hann
loksins varð ellidauður, þá báru þeir hann til strand-
ar, en þá lá þar sami báturinn; þeir létu hann í
bátinn og lögðu hjá honum gull og gersemar, en
báturinn hvarf, og enginn vissi hverthann fór. Þetta
var Skef, faðir Skjaldar, en frá honum eru Skjöld-
úngar komnir, og svo kölluðust Dana-konúngar.
Sjóar-hugmyndin kemur einnig fram í hinu minnsta
og án þess menn eiginlega geri sér grein fyrir: þeg-
ar spáð er i spilum, þá er náttúrlega optast nær
um einhvern biðil, og hann er ætíð látinn koma af
sjó — það -er sagt í hugsunarleysi, en lukkan kem-
ur óútreiknanleg úr djúpinu.
»Sá hefir gert sig sekan að sjóvíti, sem nefnir
á sjó nafn einhverrar slíkrar óvættar (o: illhvelis og
sjóskrímslis), og egnir hana með því að skipinu*
(Jón Arnason). Það var trú manna í fornöld, að
nafnið feldi í sér alla tilveru manns eða annarar
veru, nafnið var sama sem maðurinn eða veran sjálf;
dvergar og tröll gáfu mönnum leyfi til að nefna sig,
og þá komu þau; ekki mátti heldur nefna galdra-
manninn á meðan hann framdi list sína, því þá
trufiaðist allt. Að gefa einhverjum nafn var eitt-
hvert hið þýðíngarmesta atvik í fornaldar-lífinu, og
því tíðkaðist að gefa dýrgripi í nafnfesti. Þegar
Hallsteinn kúlubakur var i sjávarháska með Ingi-
mnndi presti og Guðmundi Arasyni, þá var áheitið
álitið ónýtt nema nefnt væri nafn guðs hins hæsta,