Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 219
219
lífsins. Þannig komu upp blót og bænahald. En
■auk þeirra hugmynda, sem mynduðust við íhugun á
náttúruöflunum, opnaðist nýr hugmyndageimur við
J)að, að athuga ýmislegt, er fyrir kom i daglegu lifi.
Það er viðurkennt sem óhrekjandi sannleikur, að
tneðan þjóðirnar eru á bernskuskeiði, þá trúi þær
allar á ódauðleik sálarinnar, eða að hún haldi áfram
að lifa í náttúrunni eptir að hún skilur við líkam-
ann. Þeir, sem eptir lifðu, fundu, að hinn dauði lík-
ami hafði misst eitthvað, sem þeir sjálfir höfðu enn,
og þetta þóttust þeir aptur verða varir við 1 náttúr-
nnni í kringum þá eða í náttúruöflunum. Snemma
hafa menn farið að setja sálina í samband við hreyf-
ingar loptsins eða vindinn (sbr. önd, andi og and-
vari o. s. frv.), því að hvorttveggja urðu menn
varir við, en gátu þó hvorugt sjeð. En sálin gat
aptur tekið á sig mannsmynd, sem ýmist var sýni-
leg eða ósýnileg. Menn fóru nú að setja sálina í ná-
ið samband við lífið í náttúrunni, og hugsuðu sjer,
að hún hjeldi áfram að lifa í náttúruöflunum, og
hjeldi þannig til i jörðunni, loptinu, fjölluin, hömr-
um, vötnum og skógum. En sálin skildi ekki að
•eins við líkamann á dauðastundinni, heldur opt og
tíðum meðan maðurinn svæfi, og hvarfiaði þá hing-
að og þangað, og á þessu flakki birtist hún í ýms-
um hömum. Draumarnir, sem sýndu mönnum með-
bræður þeirra ýmist sem vini eða óvini, hlutu að
styrkja menn í þessari trú. Þannig myndaðist sálna-
trúin og dýrkun framliðinna {TotenTcult). Þetta knúði
menn til að færa þeim mat og drykk. Til þessara
hugmvnda eiga flestallar bábiljur og hjátrú rót sína
að rekja.
Sumir (t. d. E. H. Meyer) hafa álitið, að sálna-
trúin væri eldri en trúin á náttúruvættir, en þetta