Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 251
251
Fornkvæði íra eru opt háðvísur eða flíra, er
«amsvara níðkvæðum Islendinga. Irar skoðuðu níð-
skáldin sem kraptaskáld, og álitu, að níðkvæðin heíðu
i sjer fólgið svo mikið töfraafl, að þau gætu gert
þeim, er þau voru kveðin til, hið mesta tjón, þótt
það væri gagnstætt öllum náttúrulögum. Sama skoð-
■un kemur fram á íslandi, og má meðal annars sjá,
■að Kormakur skáld hefur verið á þeirri skoðun. En
nafnið Kormakur er irskt nafn, og í kvæðum hans
•eru mörg írsk orð, sem sýna, að hann hefur verið
af írskum ættum.
Kveðandi og bragarhættir írskra kvæða vóru
Irandnir erfiðum og margháttuðum lögum, og vóru
liættirnir með ýmsu móti eptir samstöfufjölda, hend-
ingum og hljóðstöfum fhöfuðstöfum og stuðlum).
Menn hafa talið líklegt, að hinir fullkomnu og fjöl-
breyttu norrænu hættir stöfuðu frá írskum áhrifum,
•en það er alls óvíst, að svo sje. Að minnsta kosti
standa hinir nýrri hættir, er myndazt hafa í nor-
rænum kveðskap, i svo nánu sambandi við hina
-eldri, að þeir virðast vera sprottnir af þeim stofni
■og náð fullkomnun sinni samkvæmt eðlilegum þrcska-
lögum.
Aldur hinna norrænu kvæða getur ekki gilt
sem sönnun móti áhrifum hins írska skáldskapar.
Sögusögn Islendinga er að minnsta kosti 300 árum
yngri en það, er hún segir frá, og menn geta því
ekki byggt á vitnisburði hennar einnar. Samkvæmt
henni eiga kvæði Braga hins gamla, sem eru álitin
elzt af kvæðum allra nafngreindra skáida, að vera
kveðin af Norðmanni á fyrra hlut 9. aldar. En þau
fáu orð, sem Irar hafa letrað úr máli voru frá alda-
mótunum 800, eru næg sönnun fyrir því, að kvæði
Braga eru yngri. Það má telja vist, aðþausjeekki