Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 225
225
hans í tvennt: Tiwaz Wódanaz og Tiwaz Þonaraz,
og úr þeim urðu svo tveir sjálfstæðir guðir Oðinn
og Þ ó r r, sem urðu máttugri og í meira áliti en
hið forna himingoð Týr, er nú fór hnignandi og
varð lítið annað en orustuguð eða herguð. Hans
fornu einkenni koma nú að eins í Ijós, er hann er
kallaður »herra« (Freyr eða Baldr). Kona hans
var Frija (Frigg — Freyja) o: ástvina, jörðin
móðir alls, sem faðmar himinguðinn. Af því að eig-
inleikar hennar eru margs konar og verksvið henn-
ar margbreytt, hlýtur hún og mörg nöfn. Hún er
mjög snemma gerð að konu Óðins (Tiwaz Wödanaz),
og leiðir það til þess, að úr honum verður voldugur
himinguð. Á víkingaöldinni, þegar skáldin fóru að
kveða goðakvæði, koma enn upp nýir guðir, sem
aldrei. hafa verið dýrkaðir neins staðar einir sjer.
Er þá talað um tvenns konar guðakyn, æsi, sem
ekki er víst hvað þýðir (en sem ómögulegt er að
standi í sambandi við orðið áss (ans) bjálki), og
vani, sem líklega er skylt fornsaxneska orðinu
wánam, sem þýðir dagsbirtu eða sólarljóma. Vanir
eru því ljósgoð.
Það, sem hjer hefur verið sagt, er nú skýrt bet-
ur í löngu máli. Er þar fyrst um Tý bæði sem hið
forna himingoð, eða ljósgoð, og sem herskapargoð,
Þá er um Heimdall, sem í raun rjettri er að eins
annað nafn á hinu forna himingoði (Tý), enda sýnir
nafn hans (»sá sem lýsir yfir heiminum«), að hann
er Ijósguð eða sólargoð. Freyr (= herra«, gotn.
frauja) er líka ljósgoð og er því ekki annaðenauk-
nefni á hinu fornu himingoði, en er seinna skoðað-
ur sem sjálfstæður guð. Njörðr er upprunalega
sami guðinn og Freyr, en nafnið »Njörðr« stafar
frá gyðjunafninu Nerthus, sem Tacitus segir frá.
15