Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 216
216
kennara við háskólann í Marburg. Hún heitir »Þýzk
goðafræði« (Deutsche Mythologié). Hún er partur úr
stórn ritsafni (Sammlung Göschen, nr. 15; Stuttgart
1891), og á einkum að vera alþýðubók, enda er þar
fremur stutt yfir sögu farið og bókin heldur ekki
mjög umfangsmikil (107-(-IV bls.).
K. segir, að í upphafi hafi verið ein örlaganorn,
Urðr (fornþý. Wurt), sem hafi verið öllu æðri, og
hafi guðirnir sjálfir orðið að lúta henni. En úr þess-
ari norn hafi Norðurlandabúar gert þrjár nornir eða
gýgjar. Jötnarnir sjeu sterkir og vitrir, en dverg-
arnir þjóðhagar. Þvi næst skýrir hann frá guða-
dýrkuninni (hofum, blótum, vefrjettum), og fer svo
að ræða um guðina sjálfa, og kveður hann tölu þeirra
mjög mismunandi. Hann álitur, að orðið áss eða
æsir (gotn. ansis) sje skylt fornpersneska orðinu
anhu, sem þýði »herra«. í hinni elztu goðatrú Ger-
mana sje að eins getið þriggja guða, og þeir sjeu:
Oðinn, Þórr og Týr (Mercurius, Jupiter, Mars).
Auk þeirra sje getið einnar gyðju, sem kölluð sje
Frija. A Norðurlöndum hafi Vanir og Loki, sem
var af jötnaætt, bætzt við, en þeir hafi liklega verið
skoðaðir sem hálfgerðir þjónar hins æðsta guðs. Seg-
ir hann að opt hafi sami guðinn átt sjer mörg nöfn,
með því að hver hinna germönsku þjóðflokka hafi
nefnt hann sínu nafni. Á Norðurlöndum hafi Freyr
Vanagoð komið í stað hins forna guðs Týs (Ziu), og
þar komi nú fram önnur gyðja við hlið Friggjar
(Frija), nefnilega Freyja.
Þá kemur langur kafli um Óðin (bls. 34—60).
Hann frelsaði frænda sinn Mími úr gálga. Hann
bar af öllum að andlegri og líkamlegri atgjörvi, eink-
um eptir að hann hafði di ukkið úr katlinum Óðrœri,
því að við það óx honum vizka og þekking á rún-