Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 248
248
fyrst að gera oss grein fyrir þeim afarmiklu breyt
ingum, sem orðið hafa á samgöngmn milli landanna
og öðru er þar að lýtur.
Nú er ekki nóg með það, að mikið haf skilur
oss og írland, heldur fer allt líf vort og lífsstörf í
aðra stefnu en áður var. En á vfkinga-öldinni lá
íjöldi af norrænum nýlendum milli landanna, hæði
i írlandi sjálfu, og á Suðureyjum, Orkneyjum, Hjalt-
landi, Færeyjum, íslandi, Skotlandi og Norður-Eng-
landi. Þessar nýlendur vóru þýðingarmikill sam-
tengingarliður og studdi eigi lítið að því, að efia
sambandið milli þjóðanna, og þá hlaut hin eldri
menningarþjóð að hafa margvfsleg áhrif á hina yngri.
Þessi áhrif koma ekki einungis fram í skáldskap
forfeðra vorra, heldur má sjá menjar þeirra í öllu
lifi þeirra, og ber mest á þeirn á Islandi og vestur-
hluta Noregs. Málið sjálft ber þess órækan vott,
að mikill hluti af alidýrum Islendinga (naut, eykir,
hundar) hafa komið frá írlandi. Sama er að segja
um mörg orð, sem runnin eru úr írsku, t. d. kró,
þúnt (þreskivölur), korki (litmosi) o. s. frv. Þessi
áhrif Ira iýsa sjer einnig f búningi og vopnum.
Enn fremur mætti nefna ýmislegt, er snertir bygg-
ingarlagið. Það hefur og verið sannað, að mikil
brögð sjeu að þessum áhrifum f listum og útfiúri
alstaðar á Norðurlöndum. Það sem ruddi kristninni
braut inn á Norðurlönd, var samgöngur við vest-
rænar kristnar þjóðir, og að kristnir og hálfkristnir
raenn frá Skotlandi og írlandi settust að á íslandi
og áttu þar sambúð við heiðna Norðmenn. Þetta
hafði eigi litla þýðingu fyrir skáldskap og bókmenntir,
því f þessum jarðvegi spruttu og greru einmitt blóm
hins norræna skáldskapar. En ætti maður nú að
svara þeirri spurningu, hver áhrif menning og bók-