Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 231
231
úr þeim eina persónu. Þá er um stofnun Rússa-
veldis frá Norðurlöndum, um víkingaferðir til Eng-
lands, Frakklands og Þýzkalands, Spánar og Afríku
(Ulfr víkingr, Sig. Jórsalafari o. s. frv.). Því næst
segir frá því, hvernig Norðurlandabúar, þeir er sezt
höfðu að á Frakklandi, unnu England, og um afrek
þeirra á Italíu og Sikiley, á Grikklandi og Sýrlandi.
Síðasti kaflinnerum fundFæreyja, íslands og Græn-
» lands, og því næst um Leif heppnaog hvernig hann
finnur Markland, Furðustrandir og Vínland; enn-
fremur um aðrar Vínlandsferðir (Þorvaid, Þorfinn
Karlsefni, Freydísi, Ara Másson, Björn Breiðvík-
ingakappa, Guðleif) og að lokum getur utn komu
Kólumbusar til Islands 1477. Heimildarrit þau, sem
höf. notar, eru stundum úrelt og miður en skyldi,
og yfir höfuð er ekki mikið á bókinni að græða
fyrir oss, nema ef vera skyldi um afrek norrænna
þjóða í Suðurlöndum.
Hin bókin er eptir sænska skáldið dr. A. U.
Bááth og heitir »Fornaldarlíf Norðurlanda« (Nor-
diskt forntidslif, Stokkh. 1890, 242 bls.), en gæti eins
ve! heitið »Fornaldarlíf Islendinga«, því meginhluti
efnisins er, eins og höf. líka segir sjálfur, tekinn úr
fornsögum Islendinga og lýsing þeirra á högum og
lífi manna á Islandi. Bókin er eiginlega alþýðlegir
fyrirlestrar, sem höf. hjelt í Gautaborg að undirlagi
stjórnar háskólaráðsins þar.
Fyrst er inngangur og er þar skýrt frá ástandi
og stjórnarfari í Noregi um þær mundir, er ísland
byggðist, og því næst frá landnátnum á íslandi auk
annars fleira. Þá kemur sjálft ritið og skiptir höf.
því í 9 kafla. Er hinn fyrsti þeirra um húsaskipun
íslendinga á söguöldinni og hversdagsbúning manna.
Þar er og skýrt frá útliti manna og þess getið, að